Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar.
Mynd / Myndasafn Bændablaðsins.
Í deiglunni 7. febrúar 2023

Frumvarpsdrög í samráðsgátt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Drög að frumvarpi til laga um sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Í frumvarpinu er lagt til að sameiginlega stofnunin heiti Land og skógur. Skila má inn umsögnum um drögin til 1. febrúar.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum á nýja stofnunin að hafa eftirlit með framkvæmd laga um landgræðslu og skógrækt og annast daglega stjórnsýslu í samræmi við þau lög og annan lagabókstaf sem stofnunin starfar eftir.

Stuðla að eflingu, verndun og endurheimt auðlinda

Í frumvarpsdrögunum segir að: „Land og skógur skal með starfsemi sinni vinna að landgræðslu og skógrækt og stuðla að eflingu, verndun og endurheimt á auðlindum þjóðarinnar sem fólgnar eru í jarðvegi, skógum og öðrum gróðri í samræmi við lög og stefnu stjórnvalda, bestu þekkingu og alþjóðleg viðmið.“Aðdragandi frumvarpsins um sameininguna er að matvælaráðherra skipaði starfshóp til að greina rekstur stofnananna, eignaumsýslu og samlegð faglegra málefna og vinna áhættugreiningu. Skýrslu var skilað 3. október síðastliðinn með þeirri niðurstöðu að fagleg og rekstrarleg rök væru fyrir sameiningunni.

Ráðherra ákvað því að leggja sameiningu til og í frumvarpsdrögunum er lagt til að heiti nýrrar stofnunar verði Land og skógur. Aðalskrifstofa stofnunarinnar getur verið á hvaða starfsstöð hennar sem er samkvæmt frumvarpsdrögunum, en ekki er gert ráð fyrir að forstöðumaður hafi aðsetur á höfuðborgarsvæðinu. Drögin sem liggja fyrir að lögum um nýja stofnun, Land og skóg, eru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda fram til 1. febrúar.

Ef lögin öðlast gildi er ráðherra heimilt að skipa forstöðumann nýrrar stofnunar sem hefur leyfi til að undirbúa starfsemi hennar í samráði við skógræktarstjóra og landgræðslustjóra, allt þar til stofnunin tekur til starfa við gildistöku laganna 1. janúar 2024.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...