Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Orka í boði á Íslandi (sem rafmagn, heitt vatn og eldsneyti) kallast frumorka. Um 85% frumorkunnar er framleidd heima fyrir með endurnýjanlegum hætti. Þar af felast 60% í hitaveitum landsins en 25% er raforka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.
Orka í boði á Íslandi (sem rafmagn, heitt vatn og eldsneyti) kallast frumorka. Um 85% frumorkunnar er framleidd heima fyrir með endurnýjanlegum hætti. Þar af felast 60% í hitaveitum landsins en 25% er raforka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.
Mynd / ghp
Á faglegum nótum 27. janúar 2023

Fróðleikur um orkumál og orkuskipti

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson

Í þessu tölublaði Bændablaðsins, og næstu níu til viðbótar, birtast hugtök úr umræðu og skrifum um stöðu orkumála og full orkuskipti. Leitast er við að útskýra þau og setja í innra samhengi í þessum stórvægu og yfirgripsmiklu málaflokkum. Alls verður fjallað stutt og laggott um 48 hugtök, fjögur til fimm samtímis í grein í hverju tölublaði. Frumorka, Orkuspá, fjölnýting, stýrikerfi, glatvarmi, flutningstap, vetnisknúnar vélar, þolmörk, skerðanleg orka og metanól; þetta eru allt dæmi um fjölbreytt umfjöllunarefni Ara Trausta Guðmundssonar jarðvísindamanns, rithöfundar og fyrrum þingmanns sem skrifaði m.a. greinarflokk um umhverfismál í Bændablaðið fyrir allnokkrum árum.

Ari Trausti Guðmundsson

1. hluti:

Þegar orka á í hlut

Frumorka er eitt en orkuframboð eða orkueftirspurn annað. Við hvað miðast orkuspá?

Frumorka

Orka í boði á Íslandi (sem rafmagn, heitt vatn og eldsneyti) kallast frumorka. Um 85% frumorkunnar er framleidd heima fyrir með endurnýjanlegum hætti. Þar af felast 60% í hitaveitum landsins en 25% er raforka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum.

Óendurnýjanlega orkan, 15%, á formi innflutts jarðefnaeldneytis, er notuð í samgöngum og atvinnurekstri á land, sjó og í lofti. Frumorkan nýtist misvel eftir því hvernig hún er notuð. Við bifreiðanotkun nýtist raforka allt að 90% frá rafhlöðu til að knýja ökutækið en 10% raforkunar verður að varma sem hitar umhverfið. Til samanburðar nær bensínvél að nýta um 30% orku eldsneytisins til að hreyfa bíl en 70% verða að varma til umhverfisins.

Orkuframboð

Orkuframboð birtst í varma þess heita vatns og gufu sem jarðvarmavirkjanir skila inn á lagnakerfi hitveitna og til landsmanna, enn fremur í raforkunni sem flyst með flutnings- og dreifikerfinu frá raforkuverum til kaupenda og loks í aðgengilegum birgðum jarðefnaeldsneytis, þ.e. olíu, bensíni, þotueldsneyti (svipað og steinolía) og kolum.

Orkuframboð (eins og orkunotkun) er gefið upp í kWst (kílówattstundum), MWst (megawattstundum), GWst (gígawattstundum) eða TWst (terawattstundum).

Kíló: þúsund, mega: milljón, gíga: milljarður, tera: þúsund milljarðar, ein trilljón). Meðalársnotkun meðalheimilis er um 4.000 kWst á ári. Ársframboð á raforku á Íslandi er rúmlega 19 TWst.

Orkueftirspurn

Orkueftirspurn er sveiflukennd; háð allmörgum þáttum svo sem mannfjölgun, heilsu og heilbrigði í samfélaginu, efnahagsástandi, náttúrunytjum, nýsköpun, þróun þjónustu og alþjóðamálum. Meginþróunin í áratugi, hér og erlendis, hefur verið í átt til aukinnar orkueftirspurnar. Hraðar breytingar vegna stefnumörkunar, efnahagsáfalla eða mikils uppgangs í atvinnumálum, náttúruvár, eða vegna tækniþróunar geta kallað á aukna og/eða breytta orkueftirspurn (stundum nefnd orkuþörf).

Orkuspá

Áratugum saman hefur Orkuspárnefnd gefið út svonefnda Orkuspá. Hún áætlar notkun raforku, jarðvarma og jarðefnaeldsneytis á tilteknu tímabili, á almennum markaði og til stóriðjunnar. Raforkuspá fyrir almenna markaðinn, til 40 ára í senn, er unnin af undirhópi nefndarinnar.

Nú liggur fyrir gagnvirkt orkuskiptalíkan Orkustofnunar með innsýn í skipti jarðefnaeldsneytis í nýja orkugjafa og áhrifin á raforkuframboð (www.orkuskiptaspa.is). Gagnvirkt spálíkan Landverndar er líka aðgengilegt og þá á sérstakri vefsíðu sem vísað er til á www.landvend.is. Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun, Samorka og Efla standa enn fremur að vefsíðunni www.orkuskipti.is þar sem unnt er að spá gagnvirkt í orkueftirspurn framtíðar.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...