Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Glaðlegur hópur allra leikara og fólks á bak við tjöldin á frumsýningarkvöldi.
Glaðlegur hópur allra leikara og fólks á bak við tjöldin á frumsýningarkvöldi.
Líf&Starf 11. nóvember 2021

Freyvangsleikhúsið setur upp frumsamið verk - Smán!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Freyvangur á sér langa sögu bæði samkomuhúss og leikhúss en það hefur iðað af lífi um árabil. Samkvæmt dagblaðinu Degi árið 1957 er „Sjónleikurinn Ráðskona Bakkabræðra sýndur að Freyvangi, Öngulsstaðahreppi“ auk þess sem ónefnd hljómsveit lék þar að loknum sjónleik.

Nú í ár er verkið Smán 59. stóra sýningin sem fer þar á fjalirnar, fyrir utan alla kabaretta og stuttverk sem hafa ratað þar á svið og má því segja að Freyvangsleikhúsið sé afar stór partur af sögu Eyjafjarðarsveitar og verður vonandi starfrækt þar áfram sem lengst.

Leikverkið Smán á sér þá forsögu að vorið 2019 var haldin handritasamkeppni á vegum Freyvangsleikhússins þar sem höfundar fóru undir dulnefnum. Höfundurinn Sigríður Lára Sigurjónsdóttir bar sigur úr býtum og Sindri Swan leikstjóri fenginn til að leikstýra. Fyrirhugaðri uppsetningu þurfti að fresta vegna ástandsins í samfélaginu en nú hafa þau Sigríður og Sindri unnið ötullega að útfærslu verksins og útkoman glæsileg. Leikverkið Smán gerist á kaffihúsi og bar á Norðurlandi um aldamótin 2000 þar sem halda til nokkrar ólíkar manneskjur. Verkið gerist á einni helgi og þarna á mörkum einkarýmis og almannafæris fáum við að fylgjast með hvernig líf þessa fólks fléttast saman á mismunandi vegu. Einnig rekast inn á barinn ýmsar persónur sem gæða staðinn lífi.

Samhliða því fylgjumst við með persónunni Marbellu þar sem hún gerir upp fortíðina í sínum eigin hugarheimi.
Allar eru persónurnar á einhvers konar flótta undan lífinu eða bara sjálfum sér og sumum verður tíðrætt um að fara eitthvað annað … eða vita jafnvel ekki hvort þau eru að koma eða fara, hvað þá hvert.

Alls eru á sviðinu 10 leikarar og að lágmarki 30 manns sem koma að uppsetningunni enda stór hópur hönnuða, smiða, tæknifólks og annarra sem til viðbótar við leikendur gera frábæra sýningu. Alheimsfrumsýning á Smán var 22. október síðastliðinn en nánari upplýsingar varðandi sýningartíma má finna á freyvangur.is sem og á FB síðu Freyvangsleikhússins. Miðapantanir eru á tix.is og í síma 857-5598.

Skylt efni: Áhugaleikhús | Freyvangur

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...