Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Umhverfisráðherra og og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undirritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Mynd / HKr.
Fréttir 18. október 2019

Vöktun á súrnun sjávar og jöklum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ríflega 250 milljónum króna verður varið til að efla vöktun á súrnun sjávar og á jöklum næstu fimm árin hér á landi. Ákvörðunin var tilkynnt í tilefni útkomu nýrrar skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um áhrif loftslags­breytinga á hafið og freðhvolfið.

Í skýrslunni eru dregnar saman upplýsingar um áhrif loftslags­breytinga á jökla og höf sem eru þeir þættir sem varða Íslendinga einna mest. Í yfirliti yfir efni skýrslunnar á vef Veðurstofu Íslands kemur meðal annars fram að allar ísbreiður og jöklar á jörðinni eru að minnka vegna loftslagsbreytinga, sjávarborð hækkar meira en gert var ráð fyrir og súrnun sjávar hefur aukist.

Umhverfisráðherra og forstjóri Hafrannsóknastofnunar hafa undir­ritað samning sem felur í sér að efla vöktun á súrnun hafsins og áhrifum hennar á lífríki og vistkerfi í hafinu umhverfis Ísland. Hafrannsóknastofnun fær 35 milljónir króna á árinu 2019 og 30 milljónir króna árlega á árunum 2020 til 2023, eða samtals 155 milljónir króna, til þessa viðfangsefnis.

Framlögum ársins í ár verður varið til kaupa á tækjabúnaði til þess að efla vöktun sem þegar á sér stað um sýrustig í hafi, en einnig til að hefja vöktun á botndýrum með tilliti til súrnunar sjávar. Einnig hefur verið tilkynnt um aukna vöktun Veðurstofu Íslands á jöklum á Íslandi undir heitinu Hörfandi jöklar. Alls verður 15 milljónum króna varið í vöktunina í ár og samtals 21 milljón króna frá og með næsta ári. Á árabilinu 2019 til 2023 er því um tæpar 100 milljónir að ræða.

Áður hafði verið ákveðið að efla vöktun á sjávarstöðubreytingum og skriðuhættu, m.a. með vísan í afleiðingar loftslagsbreytinga. Bætt vöktun á ofangreindum þáttum styrkir starf við hættumat og almanna­varnir og nýtingu auð­linda, auk þess að bæta vísindalega þekkingu.

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...