Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Frá undirritun viljayfirlýsingar um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. F.v: Gísli Sigurðsson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Stefán Vagn Stefánsson og Sigfús Ingi Sigfússon.
Fréttir 8. júní 2020

Viljayfirlýsing um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Skrifað hefur verið undir vilja­yfir­lýsingu um uppbyggingu koltrefjaverksmiðju í Skagafirði. Samræmist viljayfirlýsingin stefnu stjórnvalda um eflingu nýfjár­festingar í íslensku atvinnu­lífi og samkeppnishæfni Íslands á sviði nýfjárfestingar, sérstaklega á dreif­býlum svæðum líkt og á Norðurlandi vestra.
 
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðar- og nýsköp­unar­ráðherra og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitar­félagsins Skagafjarðar, skrifuðu undir yfirlýsinguna.
 
Tryggja þarf raforkuöryggi
 
Í henni kemur fram að stjórnvöld munu vinna með Sveitarfélaginu Skagafirði að innviðauppbyggingu á svæðinu með það að markmiði að fá mannaflsfreka og umhverfis­væna fjárfestingu inn á svæðið. Liður í þeirri uppbyggingu er m.a. að tryggja raforkuöryggi á svæðinu með Sauðárkrókslínu 2 en framkvæmdir við lagningu hennar hófust í vor.
 
Sveitarfélagið Skagafjörður í samvinnu við menntastofnanir og hagsmunaaðila á svæðinu hafa verið leiðandi á Íslandi í rannsóknum og undirbúningi að uppbyggingu koltrefjaframleiðslu á Íslandi. Er það stefna Sveitarfélagsins Skagafjaðar að vera í fararbroddi á Íslandi á sviði trefjaframleiðslu og tengdrar starfsemi, segir í frétt á vef sveitarfélagsins.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...