Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Víðförull hnúfubakur
Fréttir 31. janúar 2020

Víðförull hnúfubakur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrr í þessu ári sást hvalur við Cape Samana-eyju í Dóminíska lýðveldinu og af ljósmynd tókst að greina að um væri að ræða hnúfubak sem greindist síðast með öruggum hætti við Ísland árið 2016.

Greining hvalsins sýnir hversu mikilvæg alþjóðleg samvinna er þegar kemur að fartegundum eins og hnúfubak. Hnúfubakar í Norður-Atlantshafi eyða sumrinu á norðlægum slóðum við fæðuöflun á hafsvæðinu frá Íslandi til Noregs. Á veturna halda þeir suður á bóginn á æxlunarstöðvarnar nærri miðbaug, allt frá Karíbahafi austur að Grænhöfða­eyjum.

Myndinni var deilt á Facebook-síðu sem er tileinkuð hnúfubökum og með samanburði við ISMN gagnagrunn Hafrannsóknastofnunar (íslenski Megaptera novaengliae - íslenski hnúfubaksgagnagrunnurinn) tókst að sjá að þar var á ferðinni hnúfubakur ISMN0122.

ISMN gagnagrunnurinn, sem er í umsjón Valerie Chosson og Gísla Arnórs Víkingssonar á Hafrannsóknastofnun, saman­stendur af yfir 1000 greindum einstaklingum sem myndaðir hafa verið í hinum ýmsu leiðöngrum í kringum landið á vegum stofnunarinnar, samstarfsaðilum hennar og einstaklingum, allt frá því um 1980 til dagsins í dag. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...