Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Sveinn Margeirsson ásamt Finnboga Magnússyni.
Mynd / TB
Fréttir 28. febrúar 2020

Víða ratað: Talsverðir möguleikar gætu leynst í grasprótíni

Höfundur: Ritstjórn

Nýlokið er frumgreiningu á fýsileika þess að vinna prótín úr íslensku grasi, en Danir hafa á síðustu árum lagt talsverða vinnu í þróunarvinnu á sviði grasprótínframleiðslu.

Finnbogi Magnússon, Ditte Clausen og Hannes Rannversson fjalla um ýmsar hliðar á þessu verkefni í hlaðvarpsþættinum Víða ratað. Finnbogi ríður á vaðið, Ditte fjallar um fóðurfræði og samvinnu við Dani frá mínútu 42:50 og Hannes fer fyrir greiningu á innflutningi og arðsemisathuganir frá mínútu 53:40.

Hægt er að hlusta á þáttinn á öllum helstu streymisveitum og í spilaranum hér að neðan:

 Eftirfarandi atriði voru meðal helstu niðurstaðna verkefnisins:

  • Markaður fyrir prótín úr grasi er umtalsverður, en innflutningur á fóðri og fóðurhráefnum til landbúnaðarnota á Íslandi er um 100 þúsund tonn á ári.
     
  • Danskar rannsóknir hafa komið vel út varðandi fóðrun mjólkurkúa með grasprótíni og hrati úr framleiðslu þess. Fóðrun svína og kjúklinga með grasprótíni hefur einnig komið ágætlega út. Frekari rannsóknir eru í gangi í Danmörku.
     
  • Arðsemi uppbyggingar á vinnslu grasprótíns veltur m.a. á þáttum á borð við flutningskostnað, gengisþróun, nauðsyn á áburðargjöf og uppskeru á hektara.
     
  • Til að hægt sé að meta fýsileika vinnslu á grasprótíni betur þyrfti að eiga sér stað frekari söfnun upplýsinga. Sjá mætti fyrir sér tilraun sumarið 2020 í samvinnu bænda, danskra samstarfsaðila og fleiri hagaðila.

Hægt er að skoða kynningu á verkefninu hér.


Sveinn og Hannes Rannversson.


Ditte Clausen, ráðgjafi hjá RML, er viðmælandi Sveins í þætti dagsins.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...