Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úr Svarfaðardal. Svellalög hafa verið undir miklu fannfergi á túnum síðan í desember og kæft gróðurinn sem undir var.
Úr Svarfaðardal. Svellalög hafa verið undir miklu fannfergi á túnum síðan í desember og kæft gróðurinn sem undir var.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 25. maí 2020

Víða kal í túnum norðan heiða

Höfundur: MÞÞ / HKr.
„Það er útlit fyrir að nokkuð verði um kal hér um slóðir, sérstaklega í nýlegum túnum eins og búast má við,“ segir  Anna Margrét Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda. 
 
Hún hefur heyrt frá nokkrum bæjum á sínu svæði og segir að á sumum þeirra sé kalið umtalsvert, en minna á öðrum.  „Það fjölgar sífellt bæjum með kalúttektir, þær virðast því miður vera víðtækari en ég var að vona. Ég hef ekki heyrt mikið í Strandamönnum enn en staðan í Húnavatnssýslum er sú að kal í túnum þar er allnokkuð.“
 
Enn snjór yfir í Fljótum
 
Eiríkur Loftsson, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í Skagafirði, segir stöðu þar breytilega. Búast megi við að kal sé víða að finna í Skagafirði, allt frá því að vera fremur lítill hluti túna upp í að vera umtalsvert. „Það hefur hlýnað rólega og túnin þorna því hægt sums staðar og þar tekur gróður seint við sér,“ segir Eiríkur. Enn er hér og hvar snjór yfir túnum í Fljótum þar sem gríðarmikill snjór var í vetur, en Eiríkur segir hann taka fljótt upp ef hlýni í veðri. Segir hann að ekki sé búist við miklu kali og jafnvel engu á þeim slóðum.  
 
Víða kal í um helmingi túna
 
Staðan í Eyjafirði er misjöfn eins og annars staðar, en Sigurgeir Hreinsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar, segir að víða hátti svo til að helmingur túna og jafnvel ríflega það sé kalinn. Í Hörgársveit er töluvert um kal í túnum og víða mjög slæmt, en þar eru þekkt kalsvæði. Svarfaðardalur er rétt nýlega kominn undan snjó og gildir það sama um hann og önnur svæði, víða er mikið kal í túnum en aðrir staðir hafa sloppið betur.
 
Enn er töluverður snjór yfir í Skíðadal og því ekki komið í ljós enn hvernig tún koma undan.
Sigurgeir segir að almennt séu það nýleg tún, nýræktir sem sáð hefur verið í til þess að gera fyrir fáum árum sem verða kali að bráð. 
 
Illa farnar girðingar
 
Sigurgeir nefnir líka að mikið sé um það um þessar mundir að bændur tilkynni tjón á girðingum. Liðinn vetur var óvenju snjóþungur og erfiður og áttu menn von á því að girðingar kæmu illa undan honum. „Sú er að verða raunin, það er mikið hringt til að tilkynna um tjón á girðingum en þar sem verst lætur eru þær allar meira og minna ónýtar.“
 
Tún á Skjaldfönn við Íslafjarðardjúp hafa legið undir klaka og miklu fannfergi í marga mánuði. Vegna ófærðar var þyrla Landhelgis­gæslunnar fengin til að færa Indriða Aðalsteinssyni bónda vistir í mars. 
 
 
Þá má geta þess að í stuttu samtali við Indriða Aðalsteinsson, bónda á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp, kom fram að þar um slóðir væri mjög mikið kal. Taldi hann að um þrír fjórðu hlutar sinna túna væru undirlagðir af kalskemmdum. Indriði komst í fréttir í mars þegar þyrla Landhelgisgæslunnar flutti til hans vistir eftir innilokun hans vegna snjóa síðan í janúar. 
 

Skylt efni: Kal | kal í túnum

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...