Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Verðum að sinna nýsköpun á landsbyggðinni betur
Fréttir 3. apríl 2020

Verðum að sinna nýsköpun á landsbyggðinni betur

Höfundur: Ritstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sest á Skörina með Freyju Þorvaldar í nýjum hlaðvarpsþætti. Umræðuefnið er landbúnaðarstefna Framsóknarflokksins og framtíð íslensks landbúnaðar. Þau fara um víðan völl og ræða meðan annars um tengingu Framsóknar við bændur í gegnum árin, innflutning á hráu kjöti, nýsköpun og menntun, eignarhald á landi, tengsl byggðastefnu og landbúnaðar og mótun matvælastefnu fyrir Ísland.

Sigurður Ingi segir að hljómgrunnur fyrir innlendri búvöruframleiðslu muni vaxa í kjölfar kórónufaraldursins. „Þar sem þjóðir höfðu áður með sér mjög náið samstarf um fjórfrelsi þá hafa þær einfaldlega lokað landamærum án þess að gera nágrönnum sínum viðvart. Afleiðingin mun augljóslega verða sú að allar þjóðir munu horfa til þess að vera meira sjálfbjarga heldur enn ella,“ segir Sigurður Ingi.

„Framsóknarflokkurinn hefur barist fyrir þessari stefnu mjög lengi. Ég held að nú muni hljómgrunur fyrir slíkum sjónarmiðum vaxa og menn skilja af hverju við höfum verið að leggja áherslu á innlenda framleiðslu og þar með stuðning við bændur.“

Nýsköpun og þróun í landbúnaði

Talinu víkur að nýsköpun í landbúnaði en þar segir Sigurður Ingi að menn geti tekið sig á. „Það er nauðsynlegt að við hugsum í nýsköpunarátt og við eigum ekki að líta á það sem einhverja kvöð heldur það sem er mest spennandi í lífinu!“ Hann segir að það sé rétt að menn fái ef til vill ekki nægilegan stuðning úr kerfinu og þannig sé staðan í dag.

„Við erum með umtalsverðan stuðning á Íslandi við nýsköpun en hann fer að stærstu leyti í gegnum háskólana. Við erum reyndar með háskóla úti á landi líka en ég vil halda því fram að þessar hefðbundnu atvinnugreinar, landbúnaður og sjávarútvegur, hafi ekki fengið nægjanlega áheyrn inni í háskólasamfélaginu,“ segir Sigurður Ingi sem telur líka að fyrirtæki í báðum þessum atvinnugreinum mættu gera betur í nýsköpun.

„Ég held reyndar að fyrirtækin okkar, og þá er ég ekki að tala um einstaka bændur því þeir eru í raun lítil fyrirtæki, heldur er ég að tala um afurðastöðvar í landbúnaði, enn frekar í sjávarútvegi, hafi ekki nægjanlega verið að horfa á nýsköpun, sækja fjármagn og koma með fjármagn og ýta undir þær hugmyndir sem þar eru.“

Peningarnir þurfa að fara í auknum mæli út á landsbyggðina

Sigurður Ingi segir að öll lönd séu að glíma við það að ýta undir nýsköpun í dreifbýlinu. „Við eigum að forðast það að merkja alla peningana inn í háskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ég held að við verðum að horfa á það að koma nýsköpunarfjármunum lengra út á land.“

Hann segir að núverandi ríkisstjórn hafi þetta upp í Vísinda- og tækniráði og bent á að það þurfi að greina það af hverju peningarnir fari ekki út á landsbyggðina og hvað þurfi til að þeir fari þangað. „Svo held ég að það þurfi að vera meira frumkvæði hjá þeim sem starfa í greinunum, það er að segja bændunum, afurðastöðvunum þeirra og í sjávarútveginum. Þessar tvær greinar þurfa að vinna meira saman.“

Skörin er aðgengileg á öllum helstu hlaðvarpsveitum og hér undir á Soundcloud. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...