Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður
Mynd / Jón Eiríksson
Fréttir 15. ágúst 2019

Vaxandi áhugi fyrir að nýta fjaðrir í fiskeldisfóður

Höfundur: MÞÞ
Áætlað er að yfir 2.000 tonn af kjúklingafjöðrum séu urðaðar hér á landi árlega. Nauðsynlegt þykir að koma á nýtingu á þessu hliðarhráefni með tilliti til umhverfissjónarmiða. Tilraunir með að gera próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum sem nýtt væri í fiskeldi lofa góðu.
 
Fjaðrir eru urðaðar í dag
 
Alifuglaræktin á Íslandi er þónokkuð umfangsmikil. Kjúklingafjöðrum er m.a. fargað með því að nýta þær í landfyllingu, þær eru urðaðar eða brenndar, en þessar aðferðir hafa neikvæð áhrif, mikinn rekstrarkostnað og orkunotkun sem hefur óæskileg áhrif á náttúruauðlindir, auk þeirra umhverfisþátta sem almenningur verður sífellt meðvitaðri um.  Aðferðir hafa verið þróaðar til að meðhöndla fjaðrir í því skyni að vernda umhverfi og nýta kosti þeirra, en þær hafa mikið prótein- og amínósýruinnihald.
Raunhæfur möguleiki
 
Samstarfsverkefni sem Matís og Reykjagarður stóðu að og miðaði að aukinni verðmætasköpun með því að nýta kjúklingafjaðrir í próteinríkt mjöl, sem hægt væri að nýta í fiskeldisfóður, er nú lokið. Fyrir liggur skýrsla sem ber heitið Próteinríkt mjöl úr kjúklingafjöðrum í fiskeldisfóður. Fram kemur í þeirri skýrslu að í Norður- og Suður-Ameríku hafi fjaðurmjöl verið notað í laxeldi árum saman og hafi notkun farið vaxandi hin síðari ár. Vaxandi áhugi er fyrir notkun þess í Evrópu, en fleiri rannsóknir og einnig framleiðsla á tækjabúnaði til að framleiða mjölið ýta undir þann áhuga. Þykir nú raunhæfur möguleiki á að það sé hagkvæmt að framleiða mjöl úr kjúklingafjöðrum til nota í fiskeldi.  Bent er á að nýlega hafi fyrirtæki sem sérhæfa sig í tæknilausnum fyrir matvælaframleiðendur í Evrópu séð hag sinn í að bjóða viðskiptavinum upp á lausnir til framleiðslu á fjaður­mjöli.
 
Fjaðurmjöl hefur um 80% próteininnihald og amínósýrusamsetningin er lík amínósýrusamsetningu fiskimjöls en þó þarf að bæta mjölið lítillega með tilliti til ákveðinna amínósýra. 
 
Hægt að nota sem fóður fyrir fleiri dýr
 
Fjaðurmjöl er hægt að nota í fóður fyrir svín, loðdýr, gæludýr og fiska.  Rannsóknir benda til að hægt sé að skipta allt að 30% af fiskimjöli út fyrir fjaðurmjöl þegar kemur að fiskeldi án þess að það hafi neikvæð áhrif á vöxt eldisfisks. 
 
Vannýtt hliðarafurð sem getur skapað verðmæti
 
Bent er á í skýrslunni að ekki þurfi að greiða fyrir innflutning á hráefni, það sé ódýrt og ekki þurfi að veiða eða rækta frumhráefnið, heldur er þar um að ræða vannýtta hliðarafurð í vinnslu á kjúklingi. Uppgangur sé í fiskeldi hér á landi og iðnaðurinn hafi þörf fyrir próteinríkt fóður, auk þess sem nýting á kjúklingafjöðrum í eldisfóður hafi jákvæð umhverfisleg áhrif þar sem hráefnið hefur fram til þessa verið urðað með tilheyrandi sótsporum og kostnaði.
 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...