Fréttir 07. febrúar 2019

Tvær mömmur, enginn pabbi

Vilmundur Hansen

Nýlega fæddust heilbrigðir músaungar sem voru afkvæmi tveggja kvenkyns músa og foreldarnir samkynja. Fæðingin bendir til að innan tíðar muni samkynja fólk geta átt saman börn.

Nokkrum dögum síðar fæddust músaungar þar sem báðir foreldrar voru karlkyns en kvenkyns staðgöngumóðir gekk með ungana sem drápust fljótlega eftir fæðingu.

Talsmaður kínverska teymisins sem gerði tilraunina segir að í raun sé ekkert því til fyrirstöðu að beita sams konar tækni við fólk eftir að tæknin hefur verið rannsökuð betur og fullkomnuð.
Andmælendur tilraunanna segja þær svo sem góðra gjalda verðar og auki skilning okkar á möguleikum

erfðatækninnar en að tæknin muni aldrei ganga þegar kemur að því að geta börn.