Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Borðeyri við Hrútafjörð.
Fréttir 29. apríl 2019

Tíu mánaða bið eftir staðfestingu ráðherra

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Mennta- og menningarmála­ráðherra hefur enn ekki skrifað undir staðfestingu á því að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru liðnir frá því sveitarstjórn Húnaþings vestra óskaði eftir því.
 
Þann 19. maí 2018 samþykkti sveitarstjórn að hluti Borðeyrar verði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis og ásýndar svo auðveldara verði að vernda sérkenni byggðakjarnans í komandi skipulagsvinnu. Þann 30. maí óskaði sveitarfélagið eftir staðfestingu mennta- og menningarmálaráðherra, eins og kveðið er á um í lögum að þurfi að gera.
 
Í millitíðinni hefur Minjastofnun sent inn sína umsögn og mælir stofnunin með staðfestingu. Töfin hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði, að því er fram kemur í fundargerð byggðarráðs Húnaþings vestra.
 
Byggðarráð Húnaþings vestra harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið sem fyrst. Þetta kemur fram á fréttavefnum huni.is.

Skylt efni: Borðeyri

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...