Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Eiður Gunnlaugsson, formaður stjórnar Kjarnafæðis, og Ólafur Rúnar Ólafsson sölustjóri fyrirtækisins.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 13. október 2016

Þvert um geð að rýra tekjur annarra

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Eiður Gunnlaugsson, formað- ur stjórnar Kjarnafæðis, segir það hafa verið óskemmtilega ákvörðun að lækka verð til bænda nú í yfirstandandi sláturtíð. Hún hefði hins vegar verið óhjákvæmileg. Kjarnafæði á og rekur SAH Afurðir á Blönduósi og á að auki hlut í sláturhúsinu á Vopnafirði. Eiður mætti á fund félaga sauðfjárbænda í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum sem haldinn var á Hrafnagili nýverið.

Benti Eiður á að félagið hefði eflaust ekki fengið afurðalán nema vegna þess að gripið var til þess ráðs að lækka verð á afurðum til bænda nú í haust. „Ef þið væruð ekki til, værum við það ekki heldur. Okkur er það þvert um geð að rýra tekjur annarra,“ sagði Eiður á fundinum.

Hann gat þess jafnframt að Kjarnafæði væri í einkaeigu og það væri fyrst og fremst matvælaframleiðandi sem hefði í sjálfu sér ekki endilega áhuga fyrir því að hafa rekstur sláturhúsa á sinni könnu. Menn gætu velt fyrir sér af hverju félagið hefði gert tilboð í Norðlenska í fyrravor. „Það var kannski okkar framlag í þá átt að fækka sláturhúsum í landinu,“ sagði hann.

Skylda okkar að grípa inn í

Kjarnafæði hefur átt hlut í sláturhúsinu á Blönduósi í yfir 30 ár. Leitað var til félagsins þegar svo var komið að verulega hafði sigið á ógæfuhliðina. Greindi Eiður frá því að Kjarnafæðismenn hefðu í fyrstu ráðlagt Húnvetningum að leita til nágranna sinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, KS eða jafnvel til SS. Ekki hafi verið vilji fyrir því meðal heimamanna á þeim tíma. „Við vorum beðnir um að grípa inn í og við gerðum það, fannst það skylda okkar vegna mikilla og góðra tengsla frá fyrri tíð,“ sagði Eiður.

Kvað hann útlitið bjartara nú en var í fyrra, svo framarlega sem menn missa verð ekki meira niður en orðið er. 

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...