Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi sigruðu í A-flokki
Mynd / Aðalsteinn J Halldórsson
Fréttir 6. desember 2018

Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi sigruðu í A-flokki

Höfundur: AJH
Síðara haustmót Austurlands­deildar SFÍ var haldið að Eyrarlandi 11. nóvember síðastliðinn. Eftir að hafa lengst af ferðast í grenjandi rigningu og svartaþoku voru farnar að renna tvær grímur á þá keppendur sem komu að. 
 
Það var þó ekki ástæða til að örvænta því þegar sá í Eyrarland létti til og fór mótið fram við góðar aðstæður þótt þokan hafi aðeins reynt að stríða þátttakendum á köflum. Á Eyrarlandi var öll umgjörð til fyrirmyndar eins og fyrri daginn og valinn maður í hverju rúmi. Þar var gott brautarstæði með ágætri yfirsýn og kindurnar þjálar. Aðeins sog frá útihúsum en kindurnar voru sanngjarnar og gáfu áreynslulítið eftir þegar hundarnir sneru þeim. Vegleg verðlaun voru í boði en Jötunn Egilsstöðum og Landstólpi Egilsstöðum styrktu deildina með verðlaunum í formi hundafóðurs.
 
Alls tóku níu hundar þátt og hundar í A-flokki fengu tvö rennsli hver og gilti betra rennslið til úrslita. Dómari var Agnar Ólafsson frá Tjörn.
 
Deildin þakkar öllum sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir. Reglulega gaman að það hafi verið hægt að koma á tveimur deildarmótum þetta árið. Menn og hundar reynslunni ríkari. Vonandi ávísun á það sem koma skal.
 
Úrslit í unghundaflokki
(100 stiga keppni)
 
  1. Sverrir Möller og Garri frá Auðólfsstöðum – 63 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
  2. Sverrir Möller og Kári frá Auðólfsstöðum – 61 stig (M: Týra frá Hafnarfirði - F: Grímur frá Daðastöðum)
  3. Sigurður Max Jónsson og Tása frá Ósi, ógilt (M: Káta frá Ósi – F: Snati frá Eyrarlandi)
 
A-FLOKKUR (110 stiga keppni)
 
  1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi  - 95 stig (M: Lýsa frá Hafnarfirði – F: Prins frá Daðastöðum)
  2. Elísabet Gunnarsdóttir og Kolur frá Húsatóftum - 82 stig (M: Kría frá Daðastöðum – F: Brúsi frá Brautartungu)
  3. Elísabet Gunnarsdóttir og Panda frá Daðastöðum - 79 stig (M: Skotta frá Daðastöðum – F: Dan frá Skotlandi) 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...