Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið
Mynd / TB
Fréttir 21. júlí 2020

Þorvaldur Kristjánsson rær á önnur mið

Höfundur: TB
Þorvaldur Kristjánsson, hrossa­­ræktar­ráðunautur hjá Ráðgjafar­miðstöð landbúnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu.
 
Þorvaldur hóf störf sem ábyrgðarmaður hrossaræktar hjá RML í ársbyrjun 2015 og hefur verið ræktunarleiðtogi í íslenskri hrossarækt síðan. Hann hættir í ágústlok en óvíst er hver tekur við starfinu í kjölfarið. Að sögn Þorvaldar var ákvörðunin ekki auðveld þar sem starfið hafi verið afar skemmtilegt en hann mun snúa sér að öðrum verkefnum í haust.  
 
„Það er búið að vera áhugavert og gefandi að starfa hjá RML enda sameinar starfið vinnu og áhugamál,“ segir Þorvaldur, sem mun síður en svo hætta afskiptum af hrossaræktinni þótt hann láti af starfi ábyrgðarmanns hjá RML. 
 
Þorvaldur mun stunda rannsóknir í tengslum við íslenska hestinn hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, þar sem hann hefur verið í hlutastarfi, auk þess að sinna áfram hrossadómum á kynbótasýningum.
 
Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...