Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lengstu veggöng í heimi eru Lærdalsgöngin í Noregi. Þau eru 24,5 km að lengd, einföld tvíbreið göng án nokkurra öryggisganga eða flóttaleiða. Talað er um að svo löng einföld göng yrði aldrei heimiluð aftur af öryggisástæðum. Tröllaskagagöng sem nú er rætt
Lengstu veggöng í heimi eru Lærdalsgöngin í Noregi. Þau eru 24,5 km að lengd, einföld tvíbreið göng án nokkurra öryggisganga eða flóttaleiða. Talað er um að svo löng einföld göng yrði aldrei heimiluð aftur af öryggisástæðum. Tröllaskagagöng sem nú er rætt
Fréttir 9. mars 2020

Telur göngin vera hagkvæmustu samgöngubótina á landsbyggðinni

Höfundur: MÞÞ / HKr
Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar fagnar fram­kominni þingsályktunar­tillögu um að samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðherra láti hefja vinnu við rannsóknir, frum­hönnun og mat á hagkvæmni á gerð jarðganga á Trölla­skaga. Þetta kemur fram í umsögn byggðarráðs vegna þings­ályktunartillögu um Trölla­skagagöng milli Skaga­fjarðar og Akureyrar.
 
Tröllaskagagöng eru samt langt frá því að vera eini valkosturinn sem rætt hefur verið um. Ljóst er að brýn þörf er talin á að gera ný göng úr Fljótum til Siglufjarðar þar sem vegurinn að Strákagöngum er orðinn mjög varasamur vegna jarðsigs. Þá eru göngin sjálf barn síns tíma sem  næstelstu veggöng á landinu. Þar yrði líklegast um 6 km að ræða, sem tryggði öruggan hringveg um Tröllaskaga.
 
Helst rætt um 20 km göng frá Hólum í Barkárdal
 
Hreinn Haraldsson hefur skoð­að jarðganga­­gerð í gegnum Trölla­skaga að beiðni sveitar­stjórna í Skagafirði og á Akureyri. Þar var skásti kosturinn talinn vera 19–20 km göng á milli Hóla og Barkárdals. Talað er um að þau geti kostað um 50 til 70 milljarða króna. Komið hefur fram að svo löng göng hafa þann annmarka að samkvæmt  erlendum öryggisstöðlum þyrfti líklega að gera þar tvenn göng hlið við hlið. Þá er verið að tala um allt að 40 km gangagröft, eða jafn langt og úr Garðabæ til Keflavíkur. Til samanburðar eru Hvalfjarðargöng 5.770 metrar.
 
Lengstu bílagöng í heimi eru Lærdalstunnel í Noregi. Þau eru 24,5 km og voru opnuð árið 2000. Vegna öryggissjónarmiða er nú talað um að aldrei verði heimilað aftur að gera slík göng, enda eru engar flóttaleiðir úr þeim göngum.
 
Gísli Eiríksson, forstöðumaður jarðganga hjá Vegagerðinni, sagði í samtali við RÚV 2. febrúar sl. að hann efaðist um að Tröllaskagagöng væru skynsamleg. Í öllu falli ætti að byrja á því að skoða öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra ganga.
 
Þung áhersla lögð á Tröllaskagagöng
 
Sveitarfélagið Skagafjörður og Akureyrar­bær hafa á undanförnum misserum lagt þunga áherslu á að hagkvæmni og samfélagsleg áhrif með tilkomu Tröllaskagaganga verði könnuð til hins ýtrasta. Sveitarfélögin sendu m.a. áskorun til stjórnvalda í febrúar árið 2019, þess efnis að þau fjármagni grunnrannsóknir og samanburð á kostum á legu mögulegra jarðganga undir Tröllaskaga, auk rannsókna á samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum slíkra ganga.
 
Stækkar vinnusóknarsvæði 
 
Fyrirfram er ljóst að með til­komu Tröllaskagaganga myndi vinnusóknar­svæði á Mið-Norður­­landi stækka verulega og þjóðhags­leg og samfélagsleg áhrif yrðu mikil. Samgöngubót sem þessi myndi styrkja Mið-Norðurland verulega sem raunverulegan valkost við höfuðborgarsvæðið og styrkja svæðið á margháttaða vegu. Þá eru ótalin öryggissjónarmiðin en þau hafa endurspeglast vel í vetur í þeirri tíðu lokun vega sem verið hefur á Mið-Norðurlandi.
Vegir um Öxnadalsheiði, Vatns­skarð, Þverárfjall og Siglu­fjarðar­vegur hafa verið lokaðir óvenju oft, á milli 20 og 30 sinnum sumir hverjir. Vegirnir eru í mismunandi þjónustuflokkum hjá Vegagerðinni og skýrir það mun á fjölda lokunar­daga.
 
Styrkir samfélögin á svæðinu
 
„Með tilkomu Tröllaskagaganga yrði því unnt að tryggja mun betur samgöngur á milli stærstu þéttbýlisstaða á Mið-Norðurlandi, auka öryggi vegfarenda, bæta öryggi þeirra sem þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda, styrkja samfélögin á svæðinu, stækka vinnusóknarsvæði, efla ferðaþjónustu og svona mætti lengi halda áfram,“ segir í umsögn Byggða­rráðs Sveitarfélagsins Skaga­­fjarðar um hugsanleg Trölla­skaga­göng. Öll teikn séu á lofti um að þjóð­hagslega hagkvæmustu samgöngu­bót sé að ræða sem hægt sé að ráðast í á landsbyggðinni og því afar brýnt að nú þegar verði hafin vinna við rannsóknir, frumhönnun og útreikninga á hagkvæmni á gerð jarðganga á Tröllaskaga. 
Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...