Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Telja eðlilegt að frumframleiðendur fái meira í sinn hlut af útsöluverði
Fréttir 11. ágúst 2016

Telja eðlilegt að frumframleiðendur fái meira í sinn hlut af útsöluverði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Fátt bendir til þess að slátur­leyfishafar miði verðlagningu nú á komandi hausti við tillögur um viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) sem kynntar voru í lok júlí þar sem farið er fram á að skilaverð til bænda hækki um 12,5%. Sláturleyfishafar hafa enn ekki kynnt verð fyrir sláturtíð haustið 2016.
 
Frumframleiðendur njóti sanngjarnrar hlutdeildar
 
„Algengt er að íslenskir bændur fái sem nemur á bilinu 25%–41% af endanlegu útsöluverði lambakjöts í sinn hlut. Þegar tekið hefur verið tillit til 11% virðisaukaskatts þýðir þetta að milliliðir; sláturhús, kjötvinnslur og verslanir, taka á bilinu 49% til 65% af endanlegu útsöluverði til sín,“ segir í tilkynningu frá LS.
 
Fram kemur í rökstuðningi sauðfjárbænda að skilaverð til bænda hafi lækkað undanfarin tvö ár og haldi ekki í við verðbólgu eða launaþróun og því sé nauðsynlegt að hækka verð til bænda í haust. Bent er á að sala á kindakjöti hafi aukist síðustu mánuði, m.a. um 21,5% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Þeir nefna einnig í sínum rökstuðningi að afurðaverð til sauðfjárbænda hafi lækkað um 0,7% undanfarin tvö ár. Telja þeir eðlilegt að sem frumframleiðendur njóti þeir sanngjarnrar hlutdeildar af endanlegu söluverðmæti eigin framleiðslu og sjá litla sanngirni í að bera allan kostnaðarauka sem leiðir af hækkun aðfangaverðs eða launahækkunum annars staðar í virðiskeðjunni.
 
„Hófstilltar og sanngjarnar kröfur bænda hlutu ekki hljómgrunn í fyrra og útgefið viðmiðunarverð þeirra var ekki lagt til grundvallar við útgáfu verðskráa sláturleyfishafa. Þetta hefur þýtt beina kjaraskerðingu bænda,“ segir stjórn LS í tilkynningu og leggur því til að afurðaverð verði leiðrétt á komandi hausti til samræmis við launavísitölu síðastliðinna 12 mánaða, eða um 12,5%.
 
Verð tekur ekki mið af markaðsaðstæðum
 
Steinþór Skúlason.
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir sauðfjárbændur eiga rétt á að birta viðmiðunarverð og sjálfsagt að þeir geri það. Engin sérstök viðbrögð séu af hálfu SS við þeirri viðmiðun sem sauðfjárbændur hafa birt, „en ljóst að hún tekur ekki mið af markaðsaðstæðum og lágu verði innanlands og utan,“ segir hann. Sláturleyfishafar muni væntanlega birta verð síðar í mánuðinum og þá kæmi verðlagning haustsins í ljós.
 
 
 
Höfum ekki annan kost
 
„Miðað við núverandi aðstæður á markaði fyrir sauðfjárafurðir, ekki síst á útflutningsmörkuðum þangað sem drjúgt af kjöti þarf að fara og flestar aukaafurðir, er því miður fátt sem bendir til þess að hægt sé að miða við tillögur LS við ákvörðun verðlagningar haustið 2016.
 
Image caption goes here
Við höfum ekki annan kost en að miða við söluverð okkar afurða þegar innkaupsverð hráefnis er ákvarðað, það er veruleikinn í okkar rekstri,“ segir Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastóri Norðlenska, en félagið hafi kynnt sér röksemdafærslu og viðmiðunarverð LS vegna komandi sláturtíðar.
 
 
 

Rætt um á aðalfundi að trúlega þyrfti að lækka verð

Björn Víkingur Björnsson, framkvæmdastjóri Fjallalambs á Kópaskeri, segir að á aðalfundi félagsins fyrr í sumar hafi verið rætt um að trúlega þyrfti að lækka verð til bænda á komandi hausti. Fjallalamb hefur ekki gefið út verðskrá fyrir komandi haust.
 
Hann segir að árið 2015 hafi verið sláturleyfishöfum mjög erfitt, reksturinn verið þungur. „Skýringuna á því er aðallega að finna í magni lambakjöts á markaði, hækkun launa, stöðu íslensku krónunnar og annarra gjaldmiðla,“ segir hann. 
 
„Fyrir nokkrum árum var útflutningsskylda á framleiðendum sem fundin var út þannig að tekin var heildarframleiðsla lambakjöts og ársneysla þjóðarinnar dregin frá því. 
Sú framleiðsla sem var umfram neyslu þjóðarinnar var þessi útflutningsskylda. Hún var oft 20–25%. Bændur fengu svo greitt í samræmi við það verð sem fékkst fyrir hana í útflutningi. Þessi munur á milli framleiðslu og neyslu þjóðarinnar hefur síst minnkað.“
 
Kjöt lendir á útsölum
 
Hann segir að sláturleyfishafar verði að flytja út fyrir landið talsvert magn af kjöti, meðal annars til þess að ekki safnist upp birgðir. Vegna gengis íslensku krónunnar gagnvart gjaldmiðlum okkar helstu viðskiptalanda verður sá útflutningur rekinn með tapi á komandi ári,  „þá lendir þetta kjöt á útsölum hér innanlands þar sem allir sláturleyfishafar tapa, til viðbótar við óhagstætt gengi er verð á hliðarafurðum að lækka umtalsvert,“ segir Björn Víkingur.
 
Eina stýritækið
 
„Eðlileg markaðslögmál virka þannig að ef of mikið framboð er á ákveðinni vöru þá lækkar hún í verði, neytendum og smásöluaðilum til góða. En hversu mikils virði er það fyrir Íslendinga að geta keypt lambakjöt á lægra verði út úr búð ef það verður til þess að bændur hætti framleiðslu?
 
Það er mjög slæmt að lækka verð til bænda á komandi hausti en það er eina stýritækið í dag sem sláturleyfishafar hafa til að mæta lækkandi verði á mörkuðum.“
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...