Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Smithætta er talin vera mikil þar sem mávar eru í ætisleit. Skítur úr þeim getur lent nánast hvar sem er.
Fréttir 11. júlí 2019

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í mávum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir á mávum í Ástralíu sýna að meira en 20% silfurmáva í álfunni er sýktur með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum. Hætta er talin á að sýkingin geti borist úr fuglunum í menn, búfé og gæludýr.

Hlutfall silfurmáva, Larus novaehollandiae, sem reyndust vera sýktir með sýklalyfjaónæmum E. coli bakteríum sem eru hættulegar mönnum reyndist vera það sama alls staðar í Ástralíu. Í einum fugli fundust bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfinu colistin sem einungis er notað þegar engin önnur sýklalyf duga. Talið er að fuglarnir hafi sýkst við fæðuleit á ruslahaugum eða við útrennsli skólplagna.

Smithætta vegna fuglanna er talin vera mikil þar sem mávar eru mikið á ferðinni í ætisleit og getur skítur úr þeim lent nánast hvar sem er. Ungbörn eru sögð vera í talsverðri hættu á sýkingu vegna þess að þau eru forvitin og gjörn á að stinga fingrunum upp í sig.

Rétt er að halda því til haga að fuglar með sýklalyfjaónæmar bakteríur í görnunum hafa áður fundist í Portúgal, Frakklandi, Rússlandi, Grikklandi, Síberíu og Alaska svo dæmi séu nefnd. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...