Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi
Fréttir 24. október 2017

Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Skýrslu landlæknis­embættis­ins frá septem­ber 2017, „Sýkla­lyfja­notkun og sýkla­lyfjanæmi baktería í mönnum og dýrum á Íslandi 2016“, kemur fram að sýklalyfjanotkun í landbúnaði hefur dregist saman. Sýklalyfjanotkun í landbúnaði er langminnst í Noregi og á Íslandi.

Samkvæmt skýrslunni hefur heildarsala sýklalyfja handa dýrum minnkað síðustu árin hvað magn varðar, eða úr 0,73 tonnum árið 2011 í 0,58 tonn árið 2016, eða um 17%. Notkunin hafði einnig minnkað talsvert milli áranna 2010 og 2011, eða um 18%. Notkunin hérlendis er rúmlega 80 sinnum minni mælt í milligrömmum á hvert dýr en á Spáni.

Notkun á mörgum flokkum dregist saman

Miklar breytingar hafa orðið á notkun vissra lyfjaflokka á tímabilinu 2011 til 2016. Notkun á kínólónum hefur dregist saman um 97%, notkun á amínóglýkósíðum um 87% og notkun á tetracyclinsamböndum um 32%.

Beta-laktamasanæm penicillín mest notuðu sýklalyfin í dýrum

Notkun á beta-laktamasanæmum penicillínum minnkaði um 34% milli áranna 2010 og 2011, úr 0,43 tonnum í 0,28 tonn. Á árunum 2011 til 2016 hefur notkun á þessum lyfjaflokki aftur aukist um 19% og var 0,33 tonn árið 2016. Á sama tíma hefur notkun á breiðvirkum penicillínum og súlfonamíðum og trímetoprími aukist um 133% og 115% og notkun á beta-laktamasaþolnum penicillínum hefur aukist um 49%.

Beta-laktamasa­næm penicillín eru langmest notuðu sýklalyfin í dýrum, eða um 58% af heildarnotkuninni og notkun allra flokka penicíllína er 79%. Þar á eftir kemur notkun á súlfonamíðum og trímetóprímum, sem er 14% af heildarnotkuninni. Notkun á lyfjum úr öðrum lyfjaflokkum er talsvert minni.

Minnst notkun í Noregi og Íslandi

Árið 2016 kom út skýrsla á vegum Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um notkun sýklalyfja í dýrum í 29 Evrópulöndum árið 2014. Þar er tekin saman heildarnotkun í hverju landi fyrir sig mælt í tonnum. Einnig, til að auðvelda samanburð milli landa, er notkun í búfénaði deilt með áætlaðri þyngd búfjár á landinu það árið (PCU) og er þá gefið upp í mg/PCU.

Líkt og fyrri ár var notkun sýklalyfja í dýrum árið 2014 minnst á Íslandi mælt í tonnum. Þegar miðað er við mg/PCU er Ísland þó ekki lengur með minnsta notkun heldur er það Noregur með 3,1 mg/PCU og kemur Ísland þar rétt á eftir með 5,2 mg/PCU. Notkun sýklalyfja handa dýrum er langmest á Kýpur, Ítalíu og Spáni, eða 392, 360 og 419 mg/PCU.

Ísland og Noregur skera sig einnig úr hvað varðar litla sýklalyfjanotkun fyrir dýr meðal Norðurlandanna.

 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...