Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Dauð svín á svínabúi í Hebei héraði.
Mynd / Asia News
Fréttir 6. júní 2019

Svínastofn Kínverjar skorin niður um þriðjung vegna svínapestar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kínverjar glíma nú við mikla útbreiðslu á afrískri svínapest [African swine flu - ASF]. Samkvæmt úttekt sérfræðinga hollenska bankans Robobank þá er gert ráð fyrir að Kínverjar þurfi að farga um 150-200 milljónum svína til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu sjúkdómsins, eða um þriðjungi stofnsins.

Þetta er óneitanlega stór biti en til samanburðar, þá var slátrað um 700 milljónum svína til manneldis í Kína á árinu 2018.

Fjallað var um málið á Business Insider þann 15. maí síðastliðinn. Þar kemur fram að einkenni veikinnar í svínum sé mikill og blóðugur niðurgangur, þunglindi og fósturmissir. Er sjúkdómurinn sagður ólæknandi og dánartíðnin 100%, en sjúkdómurinn er þó ekki talinn skaðlegur mönnum.

Niðurskurður samsvarar allri svínakjötsframleiðslu Evrópu

Áætlaður er niðurskurður Kínverja á  svínastofninum þýði að svínakjötsframleiðsla þeirra muni dragast saman á þessu ári um 25-35%. Áætlaður samdráttur Kínverja í svínakjötsframleiðslu á þessu ári samsvarar ársframleiðslu á svínakjöti í Evrópu. Samkvæmt frétt The New York Times var þegar búið að farga um milljón svínum vegna sjúkdómsins í byrjun apríl.

Mikill niðurskurður talinn hækka heimsmarkaðsverð á svínakjöti

Vegna aukinnar eftirspurnar samfara miklum niðurskurði í Kína er það talið leiða til mikilla verðhækkana á svínakjöti á heimsmarkaði. Kínverjar hafa reynt að bregðast við komandi vanda með að safna brigðum af frosnu svínakjöti. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...