Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Svínakjötsskandall í Danmörku
Fréttir 2. maí 2018

Svínakjötsskandall í Danmörku

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýlega komst upp um danskan kjötsala sem hefur selt framleiðslu sína sem afurðir af  grísum sem velferðargrís þrátt fyrir að um hefðbundið grísaeldi væri að ræða.

Á skömmum tíma hefur komist upp um tvö kjötmisferli í Danmörku. Í febrúar síðastliðinn komst upp að kjötsalinn Genz Kød hafi selt mikið magn af suður-amerísku nautakjöti sem innlenda framleiðslu.

Nú hefur komið í ljós að sami kjötsali hefur verið að selja veitingahúsum í Kaupmannahöfn mörg tonn af grísakjöti sem kjöt af svokölluðum velferðargrísum, þrátt fyrir að um hefðbundið eldi hafi verið að ræða.

Velferðargrís eru þeir grísir sem sagðir eru njóta betri umönnunar en grís í hefðbundnu eldi og margir eru tilbúnir að borga hærra verð fyrir í nafni dýravelferðar.

Matvælaeftirlit Danmerkur hefur farið fram á að Genz Kød viðurkenni svindlið og að málið verði rannsakað sem sakamál.

Skylt efni: Danmörk | svínakjöt

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...