Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps
Mynd / HKr.
Fréttir 10. júní 2020

Sveinn Margeirsson ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps

Höfundur: Ritstjórn

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustaðahrepps.

Í tilkynningu á vef Skútustaðahrepps kemur fram að 21 umsókn hafi borist um starfið. Tvær umsóknir hafi verið dregnar til baka. Sveinn tekur við af Þorsteini Gunnarssyni sem hefur verið ráðinn borgarritari.

„Sveinn Margeirsson er með doktorspróf í iðnaðarverkfræði og hefur lokið General Management Program frá Harvard Business School. Sveinn hefur starfað sem sjálfstæður ráðgjafi á sviði nýsköpunar og stefnumótunar fyrir sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök síðan 2019.  Þar á undan gegndi hann starfi forstjóra, sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Matís í 11 ár. Sveinn hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af nýsköpun, stefnumótun, stjórnun og rekstri. Hann hefur jafnframt mikla reynslu af stjórnsýslu sem forstjóri hjá opinberu hlutafélagi og ráðgjafi við sveitarfélög og stofnanir. Auk þessa hefur Sveinn komið að umhverfis- og skipulagsmálum t.d. við gerð aðalskipulags og hefur viðamikla reynslu af miðlun efnis í ræðu og riti á fjölda miðla. Sveinn hefur störf sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps þann 1. ágúst n.k.,“ segir í tilkynningu á vefnum.

Umsækjendur voru:

  • Ásbjörn Ólafur Ásbjörnsson
  • Berglind Ragnarsdóttir
  • Bjarni Jónsson
  • Björgvin Harri Bjarnason
  • Einar Örn Thorlacius
  • Glúmur Baldvinsson
  • Grétar Ásgeirsson
  • Gunnar Örn Arnarson
  • Gunnlaugur A. Júlíusson
  • Jón Hrói Finnsson
  • Jónína Benediktsdóttir
  • Ólafur Kjartansson
  • Páll Línberg Sigurðsson
  • Rögnvaldur Guðmundsson
  • Sigurður Jónsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Skúli H. M. Thoroddsen
  • Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
  • Sveinn Margeirsson
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...