Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bóndi stýrir mannlausrir dráttarvél við slátt með aðstoð dróna.
Bóndi stýrir mannlausrir dráttarvél við slátt með aðstoð dróna.
Fréttir 10. júní 2020

Stóraukinni matvælaframleiðslu mætt með hátæknilausnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna munu jarðarbúar ná því að verða 7,9 milljarðar árið 2050. Til að fæða þennan fjölda telja SÞ að landbúnaðarframleiðsla heimsins þurfi að aukast um 69% frá því sem hún var 2010.   Til að ná slíkum markmiðum eru þjónustufyrirtæki í æ ríkari mæli farin að veðja á margvíslagar hátæknilausnir.  
 
Bændur eru þegar farnir að tileinka sér margvíslegar hátækni­lausnir og upplýsingatækni í sinni vinnu víða um heim. Notkun skynjara og tölvustýrðra skammtara er einn liður. Eftirlit með framgangi uppskeru og úðun akra með drónum er lausn sem verður líka sífellt meira áberandi.  
 
Tæknirisinn IBM hefur áætlað að hvert meðalbú í heiminum muni afla sífellt meiri upplýsinga með margvíslegri skynjaratækni. Þannig geti þessi bú í dag auðveldlega safnað upplýsingum af hálfri milljón mælipunkta á hverjum einasta degi. Þannig geti bóndinn stýrt öllum þáttum betur, eins og áburðargjöf og vökvun, til að ná fram hámarksuppskeru og auka hagnað.
 
Hátækni beitt í landbúnaði.
 
Spáð gríðarlegri aukningu í nettengdri tækni
 
Á vef Business Insider er m.a. fjallað um mikilvægi dróna í landbúnaði framtíðarinnar. Þeir geta ekki bara úðað eitri yfir akra, heldur má nýta þá til að úða áburði á mjög skilvirkan hátt og nákvæmlega eftir mælingum sem sýna hvar þörfin er mest hverju sinni. Þessi tækni er hluti af því sem kallað er Alnet hlutanna, eða „Internet of Things (IoT)“ Þessi IoT umhverfiskerfi er hægt að aðlaga að þörfum hvers bónda fyrir sig. Búist er við að þessi IoT tækni muni vaxa gríðarlega á næstu árum og að veltan í þessum geira muni aukast hröðum skrefum og verði komin í meira en  2,4 billjónir dollara á ári fyrir 2027. Bent er á að á síðasta ári hafi verið til um 8 milljarðar tækja sem skilgreind eru undir hugtakinu IoT umhverfiskerfi. Spáð er að þeim muni fjölga í 41 milljarð fyrir árið 2027. Þá er talið mjög líklegt að fyrirtæki sem framleiða búnað fyrir IoT lausnir muni nýta 5G nettæknina í auknum mæli.
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...