Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Starfsemin verður efld
Fréttir 8. ágúst 2018

Starfsemin verður efld

Höfundur: Vilmundur Hansen

Jarðræktarmiðstöð Land­bún­aðar­háskóla Íslands hefur verið formlega opnuð á Hvanneyri. Jarð­ræktar­miðstöðin var áður staðsett á Korpu í Reykjavík en í sumar var starfsemin flutt að Hvanneyri. Til stendur að efla starfsemi miðstöðvarinnar með flutningunum.

Sæmundur Sveinsson, rektor á Hvanneyri, segir færslu Jarð­ræktar­mið­stöðvarinnar að Hvanneyri jákvæða. „Atvinnudeild Háskólans sem var undanfari RALA fékk 18 hektara land úr jörðinni Korpúlfs­stöðum í Mosfellssveit árið 1960 og þar hafa því verið stundaðar jarðræktartilraunir í tæp 60 ár.

Jarðræktarmiðstöðin er komin með nýjan tækjakost, tilrauna- eða reitasláttuvél, sem þarf meira rými til að gagnast sem skyldi og það er nóg af landi á Hvanneyri.

Aðrir kostir sem fylgja því að flytja miðstöðina að Hvanneyri eru meiri tengsl við nemendur  og skólann og svo ýmis samlegðaráhrif af Jarðræktarmiðstöðinni og Hvanneyrarbúinu,“ segir Sæmundur.

Ýmsar tilraunir í gangi

Meðal tilrauna sem nú eru stundaðar hjá Jarðræktarmiðstöðinni að Hvanneyri eru yrkjaprófanir í kornrækt og yrkjaprófanir með grös. Einnig er sláttutímatilraun með vallarfoxgras og tilraunir með ræktun á grænfóðri.

Tilraunasáðvél

Sæmundur segir að til standi að efla starfsemi Jarðræktarmiðstöðvarinnar í framhaldi á flutningnum. „Hugmyndin er að kaupa tilraunasáðvél fljótlega og hefja í framhaldi af því auknar tilraunir með sáningar.
Allt þetta þýðir að hin víðfeðmu landsvæði Hvanneyrar verða í stórauknum mæli notuð undir tilraunir.“

Hugsanlega útivistarsvæði við Korpu

Að sögn Sæmundar er ekki enn búið að taka ákvörðun um hvernig Korpulandið verði nytjað í framtíðinni eða hvort því verði skilað. „Ríkið á stærsta hluta landsins og hugsanlega Reykjavíkurborg hluta þess. Ég veit að það er búið að skipuleggja áframhald á Korputorgi á hluta landsins en einnig eru uppi hugmyndir um grænt svæði með golfvelli og laxveiðiá á öðrum hluta þess,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...