Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði
Mynd / Bbl
Fréttir 25. febrúar 2020

Staðfest riðusmit við Varmahlíð í Skagafirði

Höfundur: smh

Staðfest tilfelli um riðuveiki er á bænum Grófargili við Varmahlíð í Skagafirði. Á bænum eru um 100 fjár.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að unnið sé að öflun upplýsinga og undirbúningi aðgerða. Bóndi á Grófargili hafi haft samband við stofnunina þar sem ein kind hafi sýnt einkenni riðuveiki. Hafi kindin verið skoðuð og síðan aflífuð. Sýni hafi verið tekin og send á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum, þar sem riðuveikin hafi verið staðfest.

Grófargil er í Húna- og Skagahólfi en þar hafa langflest tilfelli komið upp á síðustu 20 árum. Alls hafa komið upp riðutilfelli á 20 bæjum á því tímabili. Þetta er í fyrsta skiptið sem riða kemur upp í Grófargili, en árið 2016 var staðfest tilfelli á bænum Brautarholti sem er næsti bær við Grófargil. Síðast greindist riða í hólfinu á síðasta ári og einnig var staðfest tilfelli í hólfinu 2018, en ekki árið 2017.

Fyrsta tilfelli ársins

Í tilkynningu Matvælastofnun kemur einnig fram að þetta sé fyrsta tilfelli um riðusmit á árinu. Í fyrra hafi einungis eitt tilfelli komið upp, einmitt í Skagafirði. Þar segir ennfremur fram að riðan sé á undanhaldi en brýnt sé að sofna ekki á verðinum, það sýni þetta tilfelli nú.

Í upplýsingum á vef Matvælastofnunar um aðgerðir gegn riðutilfellum  segir: „Þegar riðuveiki finnst á nýjum bæ er samið við eiganda, öllu fénu fargað strax og þinglýst fjárleysi á jörðinni. Farga skal hverri kind sem látin hefur verið til annarra bæja frá sýkta bænum, líka öllum kindum frá öðrum bæjum sem hýstar hafa verið á riðubænum yfir nótt eða lengur. Þar sem riða hefur náð að búa um sig og smitleið er ókunn getur þurft að farga á snertibæjum og jafnvel öllu fé á heilum svæðum. Héraðsdýralæknir metur hvað hægt er að hreinsa, hvað verður að fjarlægja og áætlar jarðvegsskipti við hús. Hús, tæki og tól eru háþrýstiþvegin og sótthreinsuð með klóri og joði eða sviðin með loga. Hreinsun skal taka út áður en yfirborði er lokað, timbri með fúavarnarefni, steini og járni með sterkri málningu. Notað er mauraeitur tvisvar sinnum vegna heymauranna. Heyjum frá riðutíma er eytt. Jarðvegsskipti fara fram, síðan er sand- eða malborið (malbikað). Að tveimur árum liðnum er nýr fjárstofn tekinn frá ósýktu svæði.“

 

Skylt efni: riða | Skagafjörður

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...