Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam.
Mynd / vir.com.vn
Fréttir 1. júlí 2020

Sólarorkuverin leggja undir sig dýrmætt ræktarland

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Hoa Hoi-sólarorkuverið í Hoa Hoi-kommúnu í Phu Yen-héraði miðsvæðis í Víetnam hóf raforku­framleiðslu 10. júní 2019. Þetta risastóra raforkuver sýnir glöggt að sólarorkuver eru langt frá því að geta talist náttúruvæn.   
 
Sólarorkuverið í Hoa Hoi er engin smásmíði og kostaði 214,35 milljónir dollara í byggingu. Hún er með framleiðslugetu upp á 257 megavött, en til samanburðar við einingu sem við þekkjum vel er Fljótsdalsstöð (Kárahnjúkavirkjun) 690 megavött. 
 
Í orkuverinu eru 752.640 PV sólarspeglar og undir þá fór dýrmætt ræktunarland sem svarar til 250 hektara. Sólarorkuverið er hið stærsta sinnar tegundar á miðsvæði Víetnam.  
 
Það tók aðalverktaka framkvæmdanna, Shanxi Electric Power Engineering Co Ltd, sem er í eigu China Energy Engineering Group, marga mánuði að finna stað undir orkuverið og að semja við heimamenn. Það olli líka nokkrum áhyggjum að aðalverktakinn við framkvæmdina kemur frá einu mesta kolahéraði í Kína. Þá er endingartími sólarsella í slíkum sólarorkuverum og vindorkuverum ekki sagður vera nema 20–30 ár á meðan starfstími vatnsaflsstöðva er 100 ár. 

Skylt efni: Sólarorka

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...