Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu.
Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu.
Fréttir 22. mars 2019

Snjómokstur verði á Dettifossvegi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Dettifossvegur hefur ekki verið mokaður að vetrarlagi nema tvisvar sinnum á ári, samkvæmt G-reglu Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu. Það segir stjórn Markaðsskrifstofu Norðurlands óviðunandi, en ítrekað hafi verið bent á mikilvægi snjómoksturs á þessum vegi á undanförnum árum. 
 
Lítið hefur hins vegar breyst og enn sé staðan sú að vegurinn er ófær öðrum en þeim sem keyra um á breyttum jeppum. Dettifoss er eitt helsta aðdráttaraflið í ferðaþjónustu á Norðurlandi, enda fossinn sá aflmesti í Evrópu.
 
Bara breyttir jeppar komast að
 
Ferðir að Dettifossi ættu ekki að vera erfiðar, því búið er að kosta miklu til við að leggja malbikaðan veg og bílastæði við fossinn. Það er hins vegar svo að aðeins ferðaþjónustufyrirtæki sem hafa breytta jeppa geta boðið upp á ferðir að fossinum, en rekstur á slíkum bílum er sérhæfður og dýr. Það kemur ekki síst til af því að bílarnir þurfa aukið viðhald og verða fyrir skemmdum á þessum kafla sem mætti kannski frekar búast við í þeim ferðum sem þeir eru sérstaklega hannaðir fyrir, hálendis- og jöklaferðum. Ferð að vetrarlagi að Dettifossi ætti ekki að falla í þann flokk miðað við þá innviði sem eru til staðar.
 
Stjórn Markaðsstofu Norðurlands skorar á stjórnvöld að tryggja fjármagn til þjónustu allt árið um kring við Dettifossveg. Sú þjónusta verður enn mikilvægari þegar búið verður að klára veginn frá Dettifossi og að Ásbyrgi. Ekki verður við það unað að sá vegur verði ekki mokaður yfir vetrartímann, enda sú framkvæmd til þess gerð að tryggja og efla samgöngur um Norðurland allan ársins hring. 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...