Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Fréttir 15. júní 2020

Sláturhús á hjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Þýskalandi er leyfilegt að slátra gripum í færanlegum sláturhúsum og selja síðan afurðirnar ferskar á matarmörkuðum. Heimaslátrum er sögð hafa þann kost að ekki þurfi að flytja gripi langar leiðir fyrir slátrun.

Umræða um heimaslátrun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og unnið er að mótun tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem líklega mun fara af stað í haust.

Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa komið upp sýkingar af völdum COVID-19 í sláturhúsum og afurðastöðvum með þeim afleiðingum að loka hefur þurft vinnslunum.

Kjötið alltaf ferskt

Þýskur slátrari tók skrefið í hina áttina og innréttaði sendibíl sem lítið sláturhús og afurðastöð á hjólum og hefur haft yfirdrifið nóg að gera í framhaldinu. Til þess að tryggja að kjötið sé alltaf ferskt heimsækir slátrarinn býli og slátrar dýrunum á staðnum. Að því loknu eru afurðirnar unnar í bílnum og ekið með þær á matarmarkaði og seldar þar.

Margir kostir við heimaslátrum

Að sögn þeirra sem að verkefninu standa hefur heimslátrun ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Þess í stað eru dýrin heima við og á fóðrum til hins síðasta.

Reynslan af sláturbílnum hefur verið góð og á einu ári hefur hann unnið á 350 býlum og slátrað og unnið einn til fjóra nautgripi, tvö til þrjú svín og allt að 38 kindur á hverju býli.

Löng hefð er fyrir minni sláturhúsum og heimaslátrun í Þýskalandi og víða í Evrópu en litlum sláturhúsum og kjötkaupmönnum hefur þrátt fyrir það fækkað mikið og orðið undir í baráttunni við stærri afurðastöðvar.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...