Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Heimaslátrun hefur ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan.
Fréttir 15. júní 2020

Sláturhús á hjólum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í Þýskalandi er leyfilegt að slátra gripum í færanlegum sláturhúsum og selja síðan afurðirnar ferskar á matarmörkuðum. Heimaslátrum er sögð hafa þann kost að ekki þurfi að flytja gripi langar leiðir fyrir slátrun.

Umræða um heimaslátrun hefur verið talsvert í umræðunni undanfarna mánuði og unnið er að mótun tilraunaverkefnis um heimaslátrun sem líklega mun fara af stað í haust.

Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa komið upp sýkingar af völdum COVID-19 í sláturhúsum og afurðastöðvum með þeim afleiðingum að loka hefur þurft vinnslunum.

Kjötið alltaf ferskt

Þýskur slátrari tók skrefið í hina áttina og innréttaði sendibíl sem lítið sláturhús og afurðastöð á hjólum og hefur haft yfirdrifið nóg að gera í framhaldinu. Til þess að tryggja að kjötið sé alltaf ferskt heimsækir slátrarinn býli og slátrar dýrunum á staðnum. Að því loknu eru afurðirnar unnar í bílnum og ekið með þær á matarmarkaði og seldar þar.

Margir kostir við heimaslátrum

Að sögn þeirra sem að verkefninu standa hefur heimslátrun ýmsa kosti í för með sér og ekki síst þá að ekki er verið að flytja gripina langan veg í sláturhús og valda þeim alls konar óþægindum á meðan. Þess í stað eru dýrin heima við og á fóðrum til hins síðasta.

Reynslan af sláturbílnum hefur verið góð og á einu ári hefur hann unnið á 350 býlum og slátrað og unnið einn til fjóra nautgripi, tvö til þrjú svín og allt að 38 kindur á hverju býli.

Löng hefð er fyrir minni sláturhúsum og heimaslátrun í Þýskalandi og víða í Evrópu en litlum sláturhúsum og kjötkaupmönnum hefur þrátt fyrir það fækkað mikið og orðið undir í baráttunni við stærri afurðastöðvar.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...