Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís heldur utan um Making Sense-ráðstefnuna sem fer fram hérlendis í byrjun maí þar sem umræðuefnið mun að mestu snúast um skynfæri okkar og samspil þeirra þegar kemur að matvælum.
Fréttir 27. apríl 2018

Skynfærin og samspil þeirra í matvælaframleiðslu

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Nordic Sensory Workshop er norræn ráðstefna sem haldin er um það bil annað hvert ár. Að ráðstefnunni standa sérfræðingar á sviði skynmats- og neytendarannsókna á Norðurlöndum og skiptast jafnframt á að halda ráðstefnuna. Hún verður núna haldin í Reykjavík 3.-4. maí og er það Matís sem sér um utanumhald með aðstoð frá norrænum kollegum.


„Skynmat, gæðamál tengd því og neytendamál eru mikilvægur hlekkur í þeirri vinnu sem fer fram i fyrirtækjum sem framleiða og selja neytendavöru. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja betur saman þá sem starfa að þessum málum innan fyrirtækja og vísindafólk ásamt því að gefa fólki tækifæri til að bera saman bækur sínar og kynna sér hvað er helst í deiglunni hverju sinni og hvernig rannsóknir á þessu sviði hafa þróast.

Ráðstefnan nú í maí hefur hlotið yfirskriftina „Making Sense!“ og mun umræðuefnið að mestu snúast um skynfærin okkar og samspil þeirra í tengslum við vöruþróun og matvælaframleiðslu, til dæmis frá rannsóknum á markað,“ segir Kolbrún Sveinsdóttir hjá Matís en norrænir samstarfaaðilar eru frá Svíþjóð Anne Normann og Berit Albinsson, RISE-The Swedish Research Institute, frá Noregi Mats Carlehög, NOFIMA, frá Danmörku Pia Ingholt Hedelund og Tanja Frydenlund Jaedeke, Teknologisk Institut og frá Finnlandi Saara Pentikainen og Raija-Liisa Heinio, VTT-Technical Research Centre of Finland  Ltd.

Gæði svínakjöts og upplifun neytenda

„Það er mikilvægt fyrir fólk sem starfar á þessu sviði, bæði í rannsóknum og iðnaði að hafa vettvang til að hittast, sjá og kynna sér hvað er í gangi, bætt við þekkingu sína og komið sínum áherslum á framfæri, til dæmis með hvað væri gagnlegt að skoða í framhaldinu.

Ráðstefnan er einnig kjörin til að efla tengsl og tækifæri á norrænum slóðum,“ útskýrir Kolbrún og segir jafnframt: „Við reynum að leggja áherslu á Norðurlöndin í heild sinni en í ár verða tveir áhugaverðir fyrirlestrar frá Íslandi sem eru Aðalheiður Ólafsdóttir, skynmatsstjóri Matís, sem mun fjalla um áhrif ólíkrar meðferðar á gæði svínakjöts og upplifun neytenda. Einnig mun Holly T Petty, ráðgjafi hjá Matís fjalla um tæknibyltingar í matvælageiranum með þrívíddartækni.“

Skylt efni: Matvæli

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...