Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Skordýr og þari sem fóðurbætir
Fréttir 28. febrúar 2018

Skordýr og þari sem fóðurbætir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt yfirlýsingu frá Alþjóðasjóði villtra dýra, WWF, verður að finna nýjan valkost við fóðrun búfjár til að draga úr skógareyðingu og eyðingu náttúrulegra svæða í heiminum.

Meðal hugmynda sem hafa komið fram er að fóðra skuli jórturdýr, sérstaklega nautgripi, á þara og skordýrum. Samkvæmt því sem kom fram á ráðstefnunni Extinction and Livestock, sem haldin var í október á síðasta ári, mælir ekkert gegn því að ala búfé að hluta til á skordýrum og þara.

Ræktun á fóðri, soja og  maís og framleiðsla á fiskimjöli til framleiðslu á fóðri er gríðarlega landfrek og krefst mikils fiskjar.

Samkvæmt rökum WWF er mun ódýrara að fóðra búfé á skordýrum og þara en því fóðri sem notað er í dag og auk þess einnig mun umhverfisvænna. Tilraunir við notkun á þessu nýja fóðri er þegar hafin og er sögð lofa góðu. Sem ætti ekki að vera neitt nýtt fyrir íslenska sauðfjárbændur sem hafa lagt stund á fjörubeit fjár allt frá landnámi.
      

Skylt efni: fóður | Búfé | Skordýr | þari

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...