Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skógræktarfélag Íslands lýsir áhyggjum af samdrætti
Fréttir 10. mars 2015

Skógræktarfélag Íslands lýsir áhyggjum af samdrætti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem lýst er yfir áhyggjum af þeim samdrætti sem orðið hefur í nýskógrækt hér á landi undanfarin ár. Fréttatilkynningin er á þessa leið.

Stjórn Skógræktarfélags Íslands lýsir yfir áhyggjum af stórfelldum samdrætti í nýgræðslu skóga á undanförnum sex árum. Árið 2014 voru gróðursettar um 2,9 millj. trjáplantna á Íslandi. Leita þarf allt aftur til ársins 1989 til þess að finna lægri tölur um heildargróðursetningu skóga á landinu. Afturhvarf um aldarfjórðung er alvarleg staða þegar horft er til uppbyggingar á innviðum skógræktar á undanförnum árum. Ef þróuninni verður ekki snúið við hið fyrsta blasir við að það mikla uppbyggingarstarf sem átt hefur sér stað frá því um 1990 verður fyrir miklu tjóni, á sama tíma og tækifæri til skógræktar hafa aldrei verið meiri. Mesta tjónið liggur þó í töpuðum mannauði og engri endurnýjun eða nýsköpun og svo auðvitað tapaðri auðlind og vistþjónustu skóga sem ekki verða til.

Ljóst er að taka mun nokkur ár að ná sambærilegum afköstum og árið 2007 en þá náði gróðursetning hámarki þegar gróðursettar voru hér á landi rúmlega 6,1 milljónir trjáplantna. Tækifæri hér á landi til fjölþættrar atvinnuuppbyggingar í skógrækt og landgræðslu eru mikil og sömuleiðis tækifærin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmslofti með þeirri hagkvæmu og skilvirku leið að binda kolefni, með aukinni skógrækt. Athyglisvert er að skoða þessa hnignun í samhengi við þingsályktun sem samþykkt var sl. vor „um eflingu skógræktar sem atvinnuvegar og sameiningu stjórnsýslueininga á sviði skógræktar og landgræðslu“ (143. löggjafarþing 2013-2014. Þingskjal 273 – 211. mál). Sú þingsályktun var samþykkt af öllum þingmönnum sem viðstaddir voru afgreiðsluna.

Einnig gengur þessi þróun gegn stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks (frá 13. maí 2013). Verði ekkert að gert er ljóst að áratuga uppbyggingarstarf mun fara forgörðum.
 

Skylt efni: Skógrækt

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...