Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin
Fréttir 11. desember 2019

Skjálfandahólf gæti orðið riðufrítt um áramótin

Höfundur: smh

Ef ekki kemur upp riðutilfelli í Skjálfandahólfi til áramóta mun það verða skilgreint sem riðufrítt varnarhólf, enda hefur þá ekki komið upp tilfelli þar í tuttugu ár þegar riða greindist á bænum Lóni í Kelduhverfi.

Matvælstofnun greindi frá þessu í dag. Fé má þá flytja frjálst innan hólfsins sem er skilgreint sem svæðisskipt varnarhólf, þar sem svæðin Skútustaðahreppur, Engidal og Lundarbrekku – og bæir þar fyrir sunnan – teljast ósýkt svæði í annars sýktu hólfi..

Gangi þetta eftir verða enn sjö varnarhólf skilgreind sýkt svæði; Landnámshólf, Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Tröllaskagahólf, Suðurfjarahólf, Hreppa-, Skeiða- og Flóahólf auk Biskupstungnahólfs. 

 

Mynd / Matvælastofnun

Matvælastofnun hvetur til þess að sauðfjáreigendur haldi áfram vöku sinni fyrir einkennum riðuveikinnar og hafi samband við héraðs héraðsdýralækni ef kind sýnir grunsamleg einkenni. „Einnig ef kindur drepast heima við eða þeim slátrað vegna sjúkdóma eða slysa. Þá skal hafa samband við Matvælastofnun og séð verður til þess að sýni séu tekin, bændum að kostnaðarlausu,“ segir í umfjöllun Matvælastofnunar.

 

Fjöldi staðfestra riðutilfella frá árinu 1987. Mynd / Matvælastofnun

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...