Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Frá uppboði í Kaupmannahöfn hjá Kopenhagen Fur.
Mynd / HKr.
Fréttir 29. janúar 2020

Skinnauppboði frestað í Kaupmannahöfn vegna kórónaveirunnar

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Danska skinnauppboðshúsið Copenhagen Fur hefur frestað fyrsta uppboði ársins vegna kórónaveirunnar. Uppboðið átti að vera 10. til 13. febrúar en verður nú sameinað uppboði sem á að hefjast 22. apríl.

Einar Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda (SÍL), segir þetta vissulega bagalegt þar sem loðdýrabændur hafi beðið spenntir með sjá hvernig verðþróun yrði á þessu uppboði.  Þá hafa fjármálastofnanir líka beðið eftir þessu uppboði, en mikið er í húfi víða um lönd þar sem loðdýrabúin hafa átt í erfiðleikum vegna verðfalls á skinnum undanfarin ár.

Frestun á uppboðinu þarf ekki að koma á óvart þar sem skinnakaupmenn frá Kína og fleiri Asíulöndum hafa verið umsvifamiklir á þessum uppboðum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt frétt Bloomberg hefur verið staðfest að 5.974 einstaklingar hafi smitast í Kína af kórónaveirunni og 132 hafi látið lífið. Var fjöldi smitaðra þá sagður vera orðinn meiri en smitaðist af SARS veirunni árið 2003.

Víða er litið alvarlega á málið og hefur Breska flugfélagið British Airways tilkynnt að allar flugferðir til Wuhan og annarra borga í Kína hafi verið felldar niður. Bandaríska flugfélagið United Airlines hefur einnig tilkynnt að dregið yrði úr flugi til Beijing, Dhanghai og Hong Kong.

Í tilkynningu sem uppboðshús Copenhagen Fur sendi loðdýrabændum og fjármálastofnunum segir m.a.:

„Þróun á aðstæðum vegna útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína og annars staðar í heiminum er alvarleg. Hefur þetta leitt til þess að kínversk stjórnvöld hafa nú hert ferðaleiðbeiningar og hvatt Kínverja til að forðast allar utanlandsferðir.

Núverandi ástand í tengslum útbreiðslu kórónaveirunnar í Kína veldur mörgum kínverskum viðskiptavinum Copenhagen Fur áhyggjum. Vegna þess hefur febrúaruppboði uppboðshússins er frestað. Fyrirhuguð sala á um það bil 2 milljónir minkaskinna verður í staðinn færð eins og hægt er inn í apríluppboðið.“

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...