Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992
Fréttir 16. september 2016

Sjávarmál hækkaði um 8 sentímetra frá 1992

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hnattfræðingar á vegum geimvísindastofnunarinnar Nasa segja að hlýnandi veðurfar á jörðinni og bráðnun íss hafi valdið talsverðri hækkun sjávar síðustu 50 ár. Hækkunin frá 1992 er 8 sentímetrar.

Vísindamenn Nasa segja að ekkert bendi til að hægja muni á hækkun sjávar í bráð og að flest bendi til að hún eigi eftir að aukast á næstu árum.

Árið 2013 spáði nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna því að hækkun sjávar fyrir næstu aldamót gæti verið á bilinu 0,3 til 0,9 metrar. Nýja rannsóknir og vísbendingar benda til að hækkunin muni verða við hærri mörk spárinnar. Auk þess sem hækkun er örari núna en fyrir 50 árum.

Í umfjöllun Nasa segir að hækkun sjávar sé ekki sú sama alls staðar í heiminum. Þeir gera ráð fyrir að hún verði mikil í Kyrrahafi á næstu árum og að það eigi eftir að hafa umtalsverðar afleiðingar í för með sér fyrir íbúa á vesturströnd Bandaríkjanna.

Hækkandi sjávarstaða hefur mikil áhrif á náttúru og allt líf við sjávarsíðuna, auk þess verður ölduhæð meiri og áhrifa þeirra gætir lengra inn í land í stórviðrum.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...