Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Segull 67 brugghús hlýtur umhverfisviðurkenninguna Bláskelina
Mynd / Bbl
Fréttir 19. september 2019

Segull 67 brugghús hlýtur umhverfisviðurkenninguna Bláskelina

Höfundur: smh

Þann 1. september veitti umhverfis- og auðlinda­ráð­herra umhverfisviðurkenninguna Bláskelina fyrir framúrskarandi plast­lausa lausn. Marteinn Haralds­son, einn eigenda Brugg­hússins Seguls 67, veitti viður­kenningunni viðtöku úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssyni ráðherra, á viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur um leið og átaks­verkefnið Plastlaus september var sett.

Í tilkynningu úr ráðuneytinu kemur fram að sú lausn Seguls 67 að nýta bjórkippuhringi úr lífrænum efnum í stað plasts væri framúrskarandi. „Í rökstuðningi nefndarinnar kemur fram að hún hefði lagt áherslu á að lausnin hefði möguleika á að komast í almenna notkun og að nýnæmi lausnarinnar hér á landi hefði vegið þungt. Ef fleiri framleiðendur myndu nota lífræna kippuhringi í stað plasts myndi það ekki einungis skila sér í minni plastnotkun og -mengun heldur einnig auka meðvitund í samfélaginu um óþarfa plastnotkun. Á síðasta ári voru 15 milljónir lítra af bjór í áldósum seldir hérlendis og 75% þeirra eru íslensk framleiðsla,“ segir í tilkynningunni.

Marteinn Haraldsson, einn eigenda Seguls 67 brugghúss, tekur við viðurkenningunni úr hendi Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfis- og auðlindaráðherra í Ráðhúsi Reykjavíkur. Mynd / umhverfis- og auðlindaráðuneytið

Hluti aðgerða gegn neikvæðum áhrifum plasts

Bláskelin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plast­notkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Í úthlutunarnefnd sitja fulltrúar frá Nýsköpunar­miðstöð Íslands, Samtökum atvinnu­lífsins, Plastlausum september og Umhverfis­stofnun.

Kallað var í sumarbyrjun eftir tilnefningum frá almenningi um fyrirtæki, stofnanir, einstaklinga eða aðra sem hafa nýtt framúrskarandi lausnir við að stuðla að minni plast­notkun og minni plast­úrgangi í samfélaginu. Fimm aðilar komust í úrslitahóp dómnefndar auk Seguls 67; Bioborgarar, Efnalaugin Björg, Farfuglar á Íslandi og Kaja Organics. Bioborgarar er lífrænn hamborgarastaður sem fram­reiðir matinn í margnota búnaði á staðnum og í pappaumbúðum fyrir fólk til að taka með. Efnalaugin Björg býður upp á fjölnota fatapoka, Farfuglar á Íslandi hafa dregið verulega úr plastúrgangi og tekið út einnota plast í rekstri farfugla­heimila sinna og Kaja Organics rekur meðal annars umbúðalausa verslun, lífrænt kaffihús, heild­sölu og fram­leiðslu sem vottuð er lífrænt af Vottunarstofunni Túni.

Passíusálmar sr. Hallgríms
Fréttir 29. mars 2024

Passíusálmar sr. Hallgríms

Passíusálmarnir verða fluttir í Hallgrímskirkju á föstudaginn langa.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...