Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust
Fréttir 25. apríl 2016

Sauðfjárbúskapur á 7 bæjum í Árneshreppi næsta haust

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Ábúendur á þremur bæjum í Árneshreppi hyggjast bregða búi á hausti komandi, á Bæ, Finnbogastöðum og Krossnesi. Alls verða eftir í hreppnum 7 bæir þar sem stundaður er sauðfjárbúskapur.  Þeir eru 10 talsins um þessar mundir. 
 
Misskilnings gætti í frétt í Bændablaðinu fyrir páska þar sem fram kom að eftir að búskapur leggst af á áðurnefndum þremur bæjum yrðu eftir í hreppnum 10 bæir þar sem stundaður er fjárbúskapur.  
 
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti í Árneshreppi, orðaði það svo í samtali við Bændablaðið að um væri að ræða þungt högg fyrir lítið byggðarlag, en vildi ekki taka svo djúpt í árinni að um yfirvofandi héraðsbrest væri að ræða, staðan væri engu að síður mjög alvarleg. 
 
Hún segir að í Árneshreppi, sem vissulega sé fámennur, sé engu að síður ríkjandi þokkaleg bjartsýni og eitt og annað sem gefi tilefni til þess.Trilluútgerð er öflug að sumarlagi, ferðaþjónusta hefur vaxið hröðum skrefum þar líkt og annars staðar í landinu og lofar komandi sumar góðu. Batnandi vegir í hreppnum skipta verulegu máli en aðalfyrirstaðan til þessa hefur verið vegurinn um Veiðileysuháls. 
 
Íbúar binda vonir við Hval­árvirkjun í Ófeigsfirði sem fyrirhugað er að reisa og til stendur að hefja vegagerð í tengslum við framkvæmdir á Ófeigsfjarðarheiði í sumar.
Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...