Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristján Þór og Guðfinna Harpa undirrita samkomulagið.
Kristján Þór og Guðfinna Harpa undirrita samkomulagið.
Mynd / atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið
Fréttir 18. júní 2020

Samningur um heimaslátrunarverkefni sem á að hefjast í haust

Höfundur: Ritstjórn

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Guðfinna Harpa Árnadóttir, bóndi á Straumi í Hróarstungu og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, undirrituðu í dag samkomulag um tilraunaverkefni um heimaslátrun sem á að hefjast í haust.

Í tilkynningu úr atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu kemur fram að markmið verkefnisins sé að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði.

Með verkefninu sé þannig leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla.

Auglýst eftir þátttakendum á næstu dögum

„Tillögur að fyrirkomulagi verkefnisins voru unnar af aðgerðahópi sauðfjárbænda um heimaslátrun í samstarfi við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Ráðuneytið fer með stjórn verkefnisins og mun taka saman niðurstöður við lok þess. Auglýst verður eftir þátttakendum á næstu dögum en áætlað er að sláturdagsetningar liggi fyrir í lok ágúst og að niðurstöður verkefnisins liggi fyrir í árslok 2020.

Með verkefninu er leitast við að auka möguleika bænda á að slátra heima og selja sínar afurðir. Til þess að unnt sé að markaðssetja afurðir sem slátrað hefur verið heima þarf að uppfylla ákvæði regluverks um matvælaöryggi, dýravelferð og hollustuhætti. Fyrirhugað er að bændur framkvæmi heimaslátrun sjálfir á bæjunum og opinbert eftirlit verði framkvæmt af dýralæknum á vegum Matvælastofnunar. Kjöt af gripum sem slátrað verður í tilraunaverkefninu verður ekki selt,“ segir í tilkynningunni.

Haft er eftir Kristjáni Þór að um mikilvægt skref sé að ræða í átt að því að auka frelsi bænda, aukinni verðmætasköpun og sé einnig hvatning til nýsköpunar og þróunar. „Sauðfjárbændur hafa lengi kallað eftir að fá tækifæri til að skoða möguleika þess að slátra heima og selja á markaði og styrkja þannig böndin milli neytenda og framleiðenda. Með þessu tilraunaverkefni erum við að svara þessu ákalli og leita leiða til að framkvæma þetta innan þess regluverks sem gildir,“ segir Kristján Þór.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...