Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir
Fréttir 24. apríl 2020

Samningar fyrir íslenska hestinn undirritaðir

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs og landbúnaðar­ráðherra hefur undirritað samning við Félag hrossabænda, Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Íslands­stofu um áframhald markaðsverkefnisins Horses of Iceland, til kynningar á íslenska hestinum.

Við sama tilefni undirritaði ráðherra samning við Félag hrossabænda og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum um prófun á forvarnarbóluefni gegn sumarexemi í útfluttum hrossum. Þetta kemur m.a. fram í tilkynningu frá ráðuneytinu.

Horses of Iceland

Tilgangur markaðsverkefnisins Horses of Iceland er að byggja upp orðspor íslenska hestsins um heim allan til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Um er að ræða samstarf aðila í hestatengdri starfsemi, sem aðilum um heim allan stendur til boða að gerast þátttakendur að.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Íslandsstofa gerðu með sér samning um verk­efnið árið 2016 til fjögurra ára. Samningurinn rann út um áramót, en hefur nú verið framlengdur til 30. júní 2021. Ráðuneytið leggur að hámarki 19.000.000 kr til verk­efnisins á umræddu tímabili þar sem fjárframlag sem því var ætlað hefur ekki verið fullnýtt síðustu ár. Þá leggja hagsmunaaðilar til sam­bærilegt mótframlag.

Sumarexem í hrossum

Verkefnið felur í sér að hópur af hrossum verða bólusett gegn sumarexemi með aðferð sem þróuð hefur verið á Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Eftir bólusetninguna verða hestarnir fluttir á flugusvæði í Sviss til að athuga, við raunaðstæður, hvort bólusetningin ver þá gegn ofnæminu. Gerð verður samanburðarrannsókn á þekktu svæði í Bern í Sviss þar sem sumarexem hefur verið til mikilla óþæginda fyrir hross sem fædd eru á Íslandi.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...