Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun
Fréttir 8. júní 2015

Sameining skógræktarstarfs ríkisins í athugun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Umhverfis og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, hefur skipað starfshóp til að skoða sameiningu skógræktarstarfs ríkisins í eina stofnun.

Um er að ræða Skógrækt ríkisins og landshlutaverkefni í skógrækt, sem eru Vesturlandsskógar, Skjólskógar á Vestfjörðum, Norðurlandsskógar, Héraðs- og Austurlandsskógar og Suðurlandsskógar, auk umsjónar Hekluskógaverkefnisins. 

Markmið vinnunnar er m.a. að samræma stjórnsýslu skógræktarmála og gera hana skilvirkari, auka faglega getu og yfirsýn og að efla búsetu á landsbyggðinni, m.a. með því að styrkja starfsstöðvar í héraði.

Er starfshópnum ætlað að greina hver samlegð sameiningar skógræktarstarfs ríkisins yrði og skila í lok ágúst greinargerð um hugsanlegan ávinning og áskoranir. Hópnum er ætlað að hafa náið samráð við Landssamtök skógareigenda og Skógræktarfélag Íslands. Í starfshópnum sitja:
Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, formaður,

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður,

Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Björn Helgi Barkarson, sérfræðingur í umhverfis- og auðlindaráðuneyti,

Jón Loftsson, skógræktarstjóri frá Skógrækt ríkisins og

Björn Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga, fulltrúi landshlutaverkefna í skógrækt.


Með hópnum starfar Guðrún Ragnarsdóttir ráðgjafi auk ritara.

Skylt efni: Skógrækt | Umhverfismál

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...