Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa
Fréttir 26. október 2018

Rússneskur landbúnaður í miklum uppbyggingarfasa

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt vefsíðu AgriForum, verða kynntar fyrir árslok yfir 17 milljarða rúblna fjárfestingar í landbúnaði í Stavropol-héraði í Rússlandi. 
 
Er þetta haft eftir svæðisstjóranum Vladimir Vladimirov  á fundi í Mineralny Voda þann 9. október. Þar hélt hann fund með Vladimir Pútín, forseta Rússlands, um landbúnaðarmál. 
 
Rússar settu í gang afar metnaðarfulla áætlun um uppbyggingu í landbúnaði í kjölfar viðskiptabanns ESB og Bandaríkjanna eftir yfirtöku Rússa á Krímskaga. Pútín forseti gaf þá út yfirlýsingu um að Rússar yrðu orðnir sjálfum sér nægir um landbúnaðarvörur fyrir árslok 2020. Þessu marki hafa þeir þegar náð á nokkrum sviðum landbúnaðarframleiðslunnar með tilheyrandi samdrætti í innflutningi sem áður kom m.a. frá ESB-ríkjum. 
 
 
Sagði Vladimirov að á meðal verkefna sem rætt hafi verið um væru margháttuð ný verkefni. Þar á meðal væri bygging á geymslumiðstöð fyrir landbúnaðarafurðir, bygging gróðurhúsa, kornvinnsla, bygging á húsum fyrir búfé og uppsetning á sérstökum eplagarði. 
 
Þegar á þessu ári verður fjórum verkefnum lokið sem kosta nærri 2 milljörðum rúblna. 
 
Vladimirov benti á að Stavropol-svæðið væri brauðkarfa Rússlands. Nauðsynlegt væri að styrkja sögulega stöðu þess í tengslum við áætlanir yfirvalda um sjálfbærni landsins. Þá sagði hann að fjölmörg önnur landbúnaðarverkefni væru þegar í gangi, m.a. í mjólkur- og kjötframleiðslu í tengslum við átak í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 
 
Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...