Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg (t.h.), og Guðmundur Marías Jensson, formaður Stangaveiðifélags Selfoss, þegar veiðin hófst formlega í ánni að morgni 24. júní.
Fréttir 06. júlí 2020

Reiknað með góðri veiði í Ölfusá í sumar

MHH
„Okkur líst mjög vel á sumarið, áin lítur vel út og veiðin fer vel af stað hjá okkur, þetta verður gott veiði­sumar,“ segir Guðmundur Marías Jensson, formaður Stanga­veiðifélags Selfoss. 
 
Veiði í Ölfusá hófst formlega miðvikudaginn 24. júní klukkan 07.00. Um leið fengu félagsmenn og gestir þeirra að skoða nýtt og glæsilegt veiðihús félagsins, sem verður formlega tekið í notkun í haust. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi í Árborg, hóf veiðisumarið í Ölfusá með aðstoð formannsins.