Mynd/BBL Fjóla Ingveldur Kjartansdóttir, bóndi í Birtingaholti í Hrunamannahreppi.
Fréttir 21. janúar 2019

Randafluga í Birtingaholti skilaði tæplega 14 tonnum af mjólk

Hörður Kristjánsson
Það er með ólíkindum hvað íslensku kýrnar geta verið afkastamiklar í framleiðslu á mjólk þrátt fyrir smæð sína. 
 
Á síðasta ári skilaði Randafluga númer 1035 í Birtingaholti 13.947 kg af mjólk og kýr númer 1038 frá Hólmi skilaði litlu minna eða 13.736 kg. Þá voru fimm kýr til viðbótar að skila yfir 13 tonnum af mjólk.
 
Íslendingar mega því sannarlega vera stoltir af sínum kúastofn sem er líka að skila hágæða mjólk sem nýtt er í fjölbreyttar afurðir.