Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 3. janúar 2019

Ragnheiður nýr rektor Landbúnaðarháskóla Íslands

Höfundur: smh

Nú um áramótin tók Ragnheiður I. Þórarinsdóttir verkfræðingur við stöðu rektors Landbúnaðarháskóla Íslands og tekur við af Sæmundi Sveinssyni sem gegnt hafði stöðunni frá september 2017.

Ragnheiður lauk meistaranámi í efnaverkfræði árið 1993 frá Danska Tækniháskólanum (DTU), doktorsnámi frá sama skóla sumarið 2000 og meistaranámi í viðskiptafræði MBA frá Háskóla Íslands vorið 2002.

Ragnheiður hefur á undanförnum árum starfað á eigin verkfræðistofu, stýrt nokkrum alþjóðlegum rannsóknar- og nýsköpunarverkefnum og stofnað nokkur sprotafyrirtæki. Samhliða öðrum störfum hefur hún verið gestaprófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands, kennt ýmis námskeið, leiðbeint nemendum í meistara- og doktorsnámi og starfað í ýmsum matsnefndum á Íslandi og á erlendum vettvangi.

Hún hefur áður starfað meðal annars á Iðntæknistofnun Íslands, Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins og Orkustofnun.

Að sögn Ragnheiðar leggur hún áherslu á að hvetja til nýsköpunar og efla kennslu, rannsóknir og alþjóðlegt samstarf sem sé byggt á sérstöðu Íslands og sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...