Mynd/HKr. Fé á Auðkúluheiði.
Fréttir 03. apríl 2019

Ræða uppbætur á sauðfjár­innlegg á næsta stjórnarfundi

Margrét Þóra Þórsdóttir
Stjórn Norðlenska hafa borist áskoranir frá félögum sauð­fjárbænda á starfssvæði félagsins varðandi greiðslur uppbóta á sauðfjárinnlegg haustsins 2018.  
 
Ágúst Torfi Hauksson, fram­kvæmda­stjóri Norðlenska, segir að verðskrá félag­sins síðastliðin tvö ár hafi verið til skoðunar í því samhengi, en félagið greiddi uppbætur vegna innleggs ársins 2017 tvívegis á árinu 2018.
 
„Norðlenska hefur hugsað sér að greiða uppbætur á innlegg með sama hætti og gert var á árinu 2018, þar sem greidd var uppbót vegna kjöts sem þegar hafði verið selt á ásættanlegri framlegð en ekki þess sem enn var í birgðum,“ segir hann.  „Í kjölfar fyrrnefndra áskorana mun stjórn því ræða á næsta fundi sínum hvort félagið muni beita sömu aðferðarfræði áfram eða endurskoða hana.“