Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana
Mynd / Bbl
Fréttir 16. október 2019

Ráðstefna um uppbyggingu smávirkjana

Höfundur: Ritstjórn

Fimmtudaginn 17. október heldur Orkustofnun ráðstefnu á Grand Hótel, klukkan 8:00 – 12:00, þar sem farið verður yfir tækifæri og áskoranir í tengslum við uppbyggingu smávirkjana á Íslandi.

Á ráðstefnunni verður fjallað um öryggisstjórnkerfi virkjana, umhverfismat fyrir smærri virkjanir og áhrif smávirkjana á flutnings- og dreifikerfi raforku.

Auk þess verður fjallað um fjármögnun smávirkjana og áhuga orkufyrirtækja á kaupum á raforku frá þeim.

Fulltrúi samtaka smávirkjanaaðila í Noregi segir einnig frá reynslu Norðmanna og að lokum verður kynning á virkjanasögu Húsafells.

Mikilvægt að þátttakendur skrái sig á ráðstefnuna hér.  Sjá auglýsingu um ráðstefnuna.

Ráðstefnunni verður streymt á netinu - hlekkur birtist hér  samdægurs.

Dagskrá

08:00 Skráning og morgunverður 
08:30 Setning ráðstefnu
Guðni A. Jóhannesson, orkumálastjóri 
08:40 Ávarp ráðherra ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir 
08:50 Öryggisstjórnkerfi virkjana
Óskar Frank Guðmundsson, sérfræðingur hjá Mannvirkjastofnun 
09:10  Umhverfismat fyrir smærri virkjanir
Jakob Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Skipulagsstofnun 
09:30  Smávirkjanir og dreifikerfið
Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri tæknisviðs hjá RARIK
09:50  Kaffihlé 
10:10  Smávirkjanir og flutningskerfið
Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets
10:30  Fjármögnun smávirkjana
Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar 
10:50 Smávirkjanir í Noregi
Knut Olav Tveit, Daglig leder, Småkraftforeningen 
11:10  Hafa orkufyrirtækin áhuga á að kaupa orku frá smávirkjunum
Friðrik Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu hjá HS Orku 
11:30  Virkjanasaga Húsafells
Arnar Bergþórsson, stjórnarformaður Arnarlækjar 
11:50 Samantekt og fundi slitið 
 

Fundarstjóri  Erla Björk Þorgeirsdóttir

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...