Mynd/MHH Rósa Birna Þorvaldsdóttir sýndi stóðhestinn Ellert frá Baldurshaga en hann er eini hesturinn í heiminum sem er ýruskjóttur. Átta folöld komu undan Ellerti síðasta sumar, fjögur þeirra eru ýruskjótt.
Fréttir 28. febrúar 2019

„Púlsinn“ tókst frábærlega í Ölfushöllinni

Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Púlsinn“, viðburður sem Hrossaræktarsamtök Suðurlands stóðu fyrir í Ölfushöllinni laugardaginn 23. febrúar, tókst frábærlega. 

„Já, við erum mjög sátt við daginn sem tókst vel og er vonandi kominn til að vera,“ segir Sigríkur Jónsson, formaður samtakanna. Á deginum komu hestamenn saman á fræðslusýningu fagaðila í hestamennsku þar sem almenningi og öðrum gafst kostur á að fá innsýn í heim þeirra sem hafa lifibrauð sitt af hestamennsku.