Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist til Íslands með kjöti og grænmeti sem er flutt til landsins frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði og sýklalyfjaónæmi útbreitt í dýrum og umhverfi.
Sýklalyfjaónæmar bakteríur geta borist til Íslands með kjöti og grænmeti sem er flutt til landsins frá löndum þar sem sýklalyfjanotkun er mikil í landbúnaði og sýklalyfjaónæmi útbreitt í dýrum og umhverfi.
Mynd / Eco-Vision SLC
Fréttir 17. nóvember 2018

Prófessor í sýklafræði við HÍ: Innflutningur á fersku kjöti gæti valdið óafturkræfum afleiðingum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Karl G. Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands og yfirlæknir á sýklafræðideild Landspítalans, ritar grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag undir yfirskriftinni „Að fórna meiri hagsmunum fyrir minni“. Þar fjallar Karl um sýklalyfjaónæmi og vaxandi vandamál sem fylgja auknum óviðráðanlegum sýkingum í mannfólki um allan heim. Vitnar Karl í nýbirta grein í læknatímaritinu Lancet þar sem sagt er frá sjúkdómsbyrði af völdum helstu sýklalyfjaónæmu bakteríanna í Evrópu. 
 
„Niðurstöðurnar sýndu að árið 2015 mátti kenna sýklalyfjaónæmi um 33.110 dauðsföll og 874.541 glötuð góð æviár (disability adjusted life years, DALY). Þetta samsvarar 6,44 dauðsföllum og 170 glötuðum góðum æviárum að jafnaði á 100.000 íbúa á ESB/EES-svæðinu. Ísland kemur langbest út í þessum samanburði með 0,3 dauðsföll og 5,2 glötuð góð æviár á 100.000 íbúa,“ segir í grein Karls.
 
 
Mynd sem sýnir sjúkdómsbyrði af völdum sýklalyfjaónæmra baktería mæld í glötuðum góðum æviárum birtist í Morgunblaðinu með greininni.  
 
„Sýklalyfjaónæmi fer alls staðar vaxandi og fjöldi þeirra sem sýkist af völdum sýklalyfjaónæmra baktería í Evrópu hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2007. Ef við náum meðaltali Evrópu á næstu árum jafngildir það 22 dauðsföllum og 487 glötuðum góðum æviárum á ári á Íslandi.“ 
 
Innflutningstakmarkanir eiga þátt í góðri stöðu á Íslandi
 
Karl segir að ætla megi að takmarkanir á innflutningi landbúnaðarafurða til landsins eigi þátt í því að á Íslandi er lægsta ónæmishlutfall þarmabaktería í Evrópu. „Nýlega hefur innflutningur verið að aukast með rýmri tollareglum. Dómur EFTA-dómstólsins um að við megum ekki takmarka innflutning ferskra kjötvara, og staðfesting Hæstaréttar Íslands, gæti leitt til þess að heimilað yrði að flytja inn ferskar kjötvörur. Innflutningur á ódýru fersku kjöti mun væntanlega stórauka innflutning á kjötvörum frá Evrópu, og gæti komið frá löndum þar sem sýklalyfjaónæmi er mjög útbreitt. Ef Alþingi breytir íslenskri reglugerð til samræmis við þessa dóma án frekari takmarkana, mun það leiða af sér hraðari útbreiðslu fjölónæmra baktería í landinu.“
 
Á lýðheilsa og dýraheilsa að víkja fyrir viðskiptahagsmunum?
 
Í niðurlagi greinarinnar víkur Karl að hagsmunamati þegar kemur að innflutningi á hráu kjöti og segir: „Ákveðnir aðilar berjast fyrir því að fá reglunum breytt sem fyrst, væntanlega vegna viðskiptahagsmuna. Því miður hefur lýðheilsa og dýraheilsa iðulega vikið fyrir viðskiptahagsmunum. Viljum við að það verði í þessu hagsmunamáli? Neytendur myndu njóta góðs af ódýrara kjöti og mögulega meira vöruúrvali. En, þar værum við að fórna meiri hagsmunum fyrir minni. Hraðari aukning á sýklalyfjaónæmi fjölgar dauðsföllum og glötuðum góðum æviárum vegna sýkinga af völdum sýklalyfjaónæmra baktería og auka kostnað við heilbrigðis- og velferðarmál. Einangrun íslensks búfjár þýðir að fjöldi smitsjúkdóma í íslensku búfé er margfalt minni en á meginlandi Evrópu. Ferskt kjöt gæti borið með sér nýja sýkla í íslenskt búfé með ófyrirsjáanlegum og óafturkræfum afleiðingum fyrir íslenskt búfé, bændur og landsmenn alla. Minnkandi eftirspurn eftir íslenskum landbúnaðarafurðum leiðir af sér færri störf í landbúnaði og færri býli í rekstri. Með því minnkar fæðuöryggi Íslendinga, t.d. ef landið einangrast vegna náttúruhamfara eða styrjalda. Aukinn innflutningur eykur kolefnisspor Íslendinga, andstætt innlendri framleiðslu með náttúrulegum auðlindum. Hvaða hagsmunir vega þyngra? Við höfum val.“
 
Málið snýst um vernd lífs og heilsu manna og dýra
 
Karl leggur til að ríkisstjórn Íslands sendi sendinefnd til Brussel til að semja um frest á breytingum á íslenskri löggjöf á meðan aflað verður sönnunargagna á sérstöðu Íslands. „Þau gögn voru ekki fyrir hendi þegar málið var rekið fyrir EFTA-dómstólnum á sínum tíma, en stöðugt bætist við slíkar upplýsingar. Það mætti jafnframt óska eftir aðstoð EFSA við að afla gagna sem væru fullnægjandi til þess að fá málið endurupptekið fyrir EFTA-dómstólnum. Enda segir í 13. grein laga um Evrópska efnahagssvæðið: Ákvæði 11. og 12. gr. koma ekki í veg fyrir að leggja megi á innflutning, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlætast af almennu siðferði, allsherjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra... Þetta hagsmunamál snýst einmitt um vernd lífs og heilsu manna og dýra.“

Grein Karls G. Kristinssonar má sjá hér undir í heild sinni (smellið á myndina til að sjá í pdf).
 
Greinin birtist í Morgunblaðinu, laugardaginn 17. nóvember 2018, og er birt hér með leyfi ritstjóra þess.
 
Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...