Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Páfagaukastríð
Fréttir 17. október 2019

Páfagaukastríð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Borgaryfirvöld í Madrid á Spáni ætla að fækka páfagaukum í borginni til að draga úr sýkingahættu. Samkvæmt opinberum tölum hefur grænum munka-páfagaukum, Myiopsitta monachus, fjölgað gríðarlega í borginni og annars staðar á Spáni undanfarin ár.

Nýleg talning sýnir að fuglunum hefur fjölgað úr níu í tólf þúsund á síðastliðnum þremur árum en tölur frá 2005 segja að fuglarnir hafi verið um 1700 í og við borgina. Fuglarnir bárust upphaflega til Evrópu sem gæludýr en vegna þess hversu vel þeir hafa aðlagast náttúrunni í nýjum heimkynnum sínum var lagt bann við að ala þá sem gæludýr á Spáni fyrir átta árum. Líftími fuglanna er 20 til 30 ár.

Samkvæmt yfirlýsingu frá borgaryfirvöldum í Madrid er nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að stemma stigu við enn frekari útbreiðslu fuglanna þar sem þeir eru farnir að keppa við aðrar fuglategundir um æti og ekki síst vegna þess að fuglarnir geta verið smitberar og borið með sér fuglaflensu og salmonellu.

Páfagaukarnir eru hópdýr sem byggja sér stór hreiður úr greinum sem þeir rífa af trjám og getur hreiðurgerð þeirra valdið verulegum skemmdum á trjágróðri þar sem margir fuglar koma saman. Fuglarnir nota sama hreiðrið ár eftir ár og bæta við það á hverju ári og hafa stærstu hreiður vegið allt að 200 kílóum og þar sem greinar trjáa sem hreiðrin eru byggð í hafa átt til að gefa sig undan þunga þeirra er slysahætta af þeirra völdum sögð talsverð.

Ný og endurbætt vorbók
Fréttir 18. mars 2024

Ný og endurbætt vorbók

Á vordögum tökum við í notkun endurbætta útgáfu að hinni góðu gulu vorbók sem er...

Fræðasamfélag í uppbyggingu
Fréttir 18. mars 2024

Fræðasamfélag í uppbyggingu

Í Mývatnssveit er verið að byggja upp svokallaða vettvangsakademíu fyrir kennslu...

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora
Fréttir 18. mars 2024

Einkaframtak í gerð gönguskíðaspora

Magne Kvam hefur tekið upp á sitt einsdæmi að leggja spor fyrir skíðagöngu á höf...

Íbúum utan borgarinnar fjölgar
Fréttir 15. mars 2024

Íbúum utan borgarinnar fjölgar

Yfirlit yfir þróun byggðar hérlendis er eitt verkefna Byggðastofnunar, en nýveri...

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum
Fréttir 15. mars 2024

Kolefniseiningar tilvonandi tekjustoð í búrekstrinum

Oddný Steina Valsdóttir og Ágúst Jensson, bændur á Butru í Fljótshlíð, eru fyrst...

Fimm tegundir teknar af skrá
Fréttir 15. mars 2024

Fimm tegundir teknar af skrá

Samkvæmt niðurstöðum áburðareftirlits Matvælastofnunar fyrir innfluttan tilbúinn...

Loftslag
Fréttir 15. mars 2024

Loftslag

Gagnvirkur loftslagsatlas sýnir fortíð og spáir fyrir um framtíð.

Bændavakt á Búnaðarþingi
Fréttir 14. mars 2024

Bændavakt á Búnaðarþingi

Búnaðarþing er nú haldið á Hótel Reykjavík Natura. Á Bændavakt á vef Bændasamtak...