Mynd/Matvælastofnun
Fréttir 04. desember 2019

Fræðslufundur um breytingar á reglum um innflutning á búvöru til landsins

smh

Matvælastofnun stóð fyrir opnum fræðslufundi 28. nóvember um breyttar reglur um innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Markmið fundarins var að upplýsa um þær reglur sem taka gildi um áramótin og þær kröfur sem innflutningsaðilar og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Sérstaklega var farið yfir ákvæði um viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.

Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október síðastliðinn.

Húsfyllir var á fundinum. Upptaka og glærur frá fundinum hafa verið birtar á vef stofnunarinnar.

Upptaka frá fræðslufundinum