Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Fræðslufundur um breytingar á reglum um innflutning á búvöru til landsins
Mynd / Matvælastofnun
Fréttir 4. desember 2019

Fræðslufundur um breytingar á reglum um innflutning á búvöru til landsins

Höfundur: smh

Matvælastofnun stóð fyrir opnum fræðslufundi 28. nóvember um breyttar reglur um innflutning á hráu ófrosnu kjöti, ferskum eggjum og ógerilsneyddri mjólk til Íslands frá Evrópska efnahagssvæðinu. Markmið fundarins var að upplýsa um þær reglur sem taka gildi um áramótin og þær kröfur sem innflutningsaðilar og dreifingaraðilar þurfa að uppfylla. Sérstaklega var farið yfir ákvæði um viðbótartryggingar vegna salmonellu og sérreglur um kampýlóbakter.

Í upphafi ársins samþykkti Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) heimild Íslands til að beita reglum um viðbótartryggingar vegna salmonellu í innfluttu kjúklinga- og kalkúnakjöti og eggjum. Viðbótartrygging vegna salmonellu í innfluttu svína- og nautakjöti var svo samþykkt á fundi sameiginlegu EES-nefndarinnar 25. október síðastliðinn.

Húsfyllir var á fundinum. Upptaka og glærur frá fundinum hafa verið birtar á vef stofnunarinnar.

Upptaka frá fræðslufundinum

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...